Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 10 manns frá og með 25. mars og gildir þetta um einstaklinga fædda árið 2014 eða fyrr.
Grímuskylda er á safninu fyrir einstaklinga fædda 2004 og fyrr.
- Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að.
- Lessvæði er lokað og viðburðum hefur verið frestað.
Minnt er á að hægt er að panta safngögn á leitir.is og sækja við inngang safnsins. Notendur eru hvattir til að panta á leitir.is, en sjálfsagt er að hringja í síma 566-6822 eða senda tölvupóst á bokasafn@mos.is og fá aðstoð. Þegar safngögnin eru tilbúin fær lánþegi sms og gögnin eru í merktum poka við inngang safnsins milli kl. 10:00 og 16:00. Athugið að þjónustan er eingöngu á í boði á virkum dögum.
Tengt efni
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.
Staða Covid-19 faraldurs 10. mars 2022
Gríðarlega mikil útbreiðsla Covid-19.
Covid-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum