Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. nóvember 2017

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018 og næstu þrjú ár þar á eft­ir var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn í dag.

Fjár­hags­áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að tekj­ur nemi 10.550 m.kr., gjöld fyr­ir fjár­magnsliði nemi 9.555 m.kr. og fjár­magnslið­ir 650 m.kr. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur verði 318 m.kr. Áætlað er að fram­kvæmd­ir nemi 1.521 m.kr. og að íbú­um fjölgi um tæp­lega 6% milli ára. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að fram­legð verði 12,5% og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 1.116 m.kr. eða um 10,6%. Gert er ráð fyr­ir að skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um muni lækka og að skulda­við­mið skv. sveita­stjórn­ar­lög­um verði 99,4% í árslok 2018.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00