Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 10.550 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.555 m.kr. og fjármagnsliðir 650 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 318 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir nemi 1.521 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 6% milli ára. Áætlunin gerir ráð fyrir að framlegð verði 12,5% og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 1.116 m.kr. eða um 10,6%. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka og að skuldaviðmið skv. sveitastjórnarlögum verði 99,4% í árslok 2018.
Nánari upplýsingar veitir Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.
Tengt efni
341 milljón króna afgangur af rekstri Mosfellsbæjar
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 var lagður fram á fundi bæjarráðs í dag, mánudaginn 15. apríl 2024. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 341 milljón.
Rekstrarafgangur Mosfellsbæjar áætlaður tæpur milljarður árið 2024
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem var lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn, þann 6. desember, er lögð áhersla á ábyrgan rekstur samhliða mikilli uppbyggingu innviða, háu þjónustustigi og lágum gjöldum til barnafjölskyldna.
Rekstrarafgangur 945 milljónir króna samhliða umfangsmiklum fjárfestingum og framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þann 8. nóvember er lögð áhersla á ábyrgan rekstur og áframhaldandi uppbyggingu innviða, hátt þjónustustig og lág gjöld til barnafjölskyldna og áframhaldandi áherslu á stafræna þróun og umbætur.