Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun.
Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem mun fara fram 9. nóvember nk.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjármagnsliðir 653 m.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 201 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir nemi 746 millj. kr. og að íbúum fjölgi um 3,4% milli ára.
Áætlunin gerir ráð fyrir að framlegð verði 12,7% og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 924 mkr. eða um 10%. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka og að skuldaviðmið skv. sveitastjórnarlögum verði 106% í árslok 2017.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði