Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar fimm tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Ásar 4 og 6, Vogatunga 47-51, Reykjamelur 7, Hulduhólasvæði og Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar fimm tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Ásar 4 og 6
Tillagan gerir ráð fyrir breyttri aðkomu að lóðunum Ásar 4 og 6 og verður aðkoman frá norðaustri.
Vogatunga 47-51
Tillagan gerir ráð fyrir því að í stað einnar hæðar raðhúss R-ID komi tveggja hæða raðhús R-IIA. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.
Reykjamelur 7
Tillagan gerir ráð fyrir að í stað 200 fm. íbúðarhúss (1 hæð og ris) með nýtingarhlutfalli 0.20 komi 300 fm. parhús á einni hæð með nýtingarhlutfall 0.30. Einnig er gert ráð fyrir að bæta við innkeyrslu frá Asparlundi (R-húsagata).
Hulduhólasvæði
Tillagan gerir ráð fyrir að í stað einbýlishúsalóða, sunnan og austan Bröttuhliðar er nú gert ráð fyrir lóðum fyrir einnar og tveggja hæða raðhús R1H og R2H og tveggja hæða parhúsum P2H. Hámarkshæð tveggja hæða húsa er 7 m. frá uppgefnum gólfkóta á 1. hæð. Að öðru leyti gilda núverandi skilmálar.
Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu
Um er að ræða tvíþætta breytingu á skipulagi. Annarsvegar breytingu á legu og útfærslu tengibrautar milli Þverholts og Skeiðholts og hins vegar minnkun skipulagssvæðisins á milli Skólabrautar og Leirvogstungu.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 16. janúar 2017 til og með 27. febrúar 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 27. febrúar 2017.
14. janúar 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar