Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2011

Ný­stofn­að drengjalið Fim­leika­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar kom heim með brons frá Vor­móti Fim­leika­sam­bands Ís­lands í 4. flokki.

Strák­arn­ir stóðu sig vel en ein­ung­is tveir þeirra hafa æft meira en hálft ár. Það var ein­stak­lega skemmti­legt að horfa á leik­gleð­ina sem ríkti í hópn­um alla helg­ina. Ekki er langt síð­an tromp­fim­leika­fé­lög­um tókst að stofna drengjalið en þeim fer nú fjölg­andi enda um frá­bæra íþrótt að ræða.

Aft­ur­eld­ing mætti á svæð­ið með tvö stúlkna­lið til við­bót­ar, bæði í 4. og 5. flokki. Um var að ræða P-1 sem keppt hef­ur í nokk­ur ár fyr­ir deild­ina og stað­ið sig vel, lentu með­al ann­ars í 3ja sæti á síð­asta vor­móti. Einn­ig fór M-10 sem eru að stíga sín fyrstu skref á mót­um FSÍ og hafa jafn­framt ver­ið mjög dug­leg­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00