Fellahringurinn verður haldinn 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Í fyrsta skipti í ár er sérstakur flokkur fyrir rafmagnshjól.
Verðlaun eru veitt í aldursflokkum og vegleg útdráttarverðlaun, m.a. glæsilegt fjallahjól frá GÁP.
Skráning er hafin á vef Hjólreiðasambands Íslands og stendur til kl. 15:00 þann 25. ágúst.
Keppnisgögn verða afhent á mótsdegi frá kl. 17:00 í Vallarhúsinu að Varmá.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos