Félagsstarfið byrjar að nýju á mánudaginn 3. september þegar Vorboðarnir hittast á æfingu. Meðal þess sem verður í boði hjá félagsstarfinu er glernámskeið, tréútskurður, postulínnámskeið, félagsvist, kaffihlaðborðin vinsælu, leikfimi, opin hús, boccia og margt, margt fleira.
Hlaðhamrar 2 er opið fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa. Í húsinu er hægt að finna marga góða afþreyingar, eins og að fara í almenna handavinnu, föndra, kanasta spil, eða bara sitja í góðum félagsskap.
Nánari upplýsingar um félagsstarfið, dagskrána og námskeiðin veitir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, Elva Björg Pálsdóttir, s: 698-0090 / 586-8014, netfang: elvab@mos.is.
Tengt efni
Opið hús fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar
Gott að eldast í Mosfellsbæ
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.