Færðin er nú mjög erfið í Mosfellsbæ en sem stendur er áhersla lögð á að halda stofn- og strætóleiðum opnum.
Íbúagötur eru flestar orðnar þungfærar og í raun bara færar vel bílum með drifi á öllum hjólum. Enn eru nokkur tæki að störfum en vinnan sækist hægt sökum skafrennings og hafa viðbragðsaðilar verið upplýstir um þá stöðu.
Snjómoksturstæki vinna áfram inn í kvöldið en öll tæki fara af stað kl. 4 í nótt um svipað leyti og spáð er að veðrið gangi niður. Gangi það eftir ætti að vera orðið vel fært á öllum helstu leiðum um kl. 8 í fyrramálið.