Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2025

Vegna slæmr­ar veð­ur­spár og mik­ils vinds í dag, fimmtu­dag­inn 30. janú­ar, og næstu daga er bent á að færð geti spillst með stutt­um fyr­ir­vara. Á þetta sér­stak­lega við um hverfi eins og Helga­fells­hverfi, Leir­vogstungu og Mos­fells­dal þeg­ar vind­ur nær sér á strik enda mik­il lausa­mjöll fyr­ir.

Öll til­tæk snjómokst­urs­tæki hafa unn­ið í snjómokstri frá kl. 5:00 í morg­un og munu vera áfram á ferð­inni til að reyna að halda göt­um og veg­um fær­um. Eft­ir því sem veð­ur versn­ar er hins veg­ar mögu­leiki að ekki tak­ist að halda nema helstu leið­um opn­um.

Um helg­ina er síð­an spáð asa­hláku og þá er mik­il­vægt að losa um nið­ur­föll þann­ig að ekki flæði inn í hús.

Mun­um að það er gul veð­ur­við­vörun í gangi og því mik­il­vægt að gætt sé var­úð­ar ef fólk er á ferð­inni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00