Vegna slæmrar veðurspár og mikils vinds í dag, fimmtudaginn 30. janúar, og næstu daga er bent á að færð geti spillst með stuttum fyrirvara. Á þetta sérstaklega við um hverfi eins og Helgafellshverfi, Leirvogstungu og Mosfellsdal þegar vindur nær sér á strik enda mikil lausamjöll fyrir.
Öll tiltæk snjómoksturstæki hafa unnið í snjómokstri frá kl. 5:00 í morgun og munu vera áfram á ferðinni til að reyna að halda götum og vegum færum. Eftir því sem veður versnar er hins vegar möguleiki að ekki takist að halda nema helstu leiðum opnum.
Um helgina er síðan spáð asahláku og þá er mikilvægt að losa um niðurföll þannig að ekki flæði inn í hús.
Munum að það er gul veðurviðvörun í gangi og því mikilvægt að gætt sé varúðar ef fólk er á ferðinni.