Mosfellsbær leitar að íbúðum fyrir flóttafólk, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Mosfellsbær veitir flóttafólki margvíslegan stuðning, meðal annars við að leita sér að heimili.
Ef þú veist um hentugt húsnæði til leigu hvetjum við þig til að senda póst á huldaruts@mos.is eða unadogg@mos.is eða hringja í síma 525-6700.
Tengt efni
Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur í Skálatúni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar.
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.
Brugðist við ofbeldi barna með auknu samstarfi
Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu síðastliðinn föstudag.