Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021.
Hér er tækifæri fyrir frumkvöðla sem hafa hugmyndir um nýsköpun til að koma verkefni sínu á framfæri. Viðurkenningin felst ekki eingöngu í þeirri athygli sem hún vekur heldur er einnig um að ræða fjárhagslegan styrk.
Hugmyndirnar geta verið:
- Útfærð hugmynd á grunnstigi.
- Fullmótuð hugmynd þar sem fyrir liggur viðskiptaáætlun.
Umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi:
- Íbúi með lögheimili í Mosfellsbæ.
- Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggur fram þróunar- eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ, málefnum eða verkefnum sem tengjast Mosfellsbæ sérstaklega.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2021.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024