Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. nóvember 2024

Fjöldi við­burða verða í boði í Mos­fells­bæ í að­drag­anda jóla.


21. nóv­em­ber og 5. des­em­ber kl. 20:00

Ylur

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar set­ur upp nýj­an spreng­hlægi­leg­an ís­lensk­an jóla­söng­leik með þekkt­um jóla­lög­um í nýj­um bún­ingi eft­ir Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son og Ástrósu Hind Rún­ars­dótt­ur.

San­gríu­þyrst­ir ferða­lang­ar freista þess að sleikja sól­ina á sól­ar­strönd yfir jólin en bregð­ur í brún þeg­ar amst­ur jól­anna elt­ir þau alla leið til Spán­ar og ógn­ar jóla­frið­in­um.

Leik­stjóri er Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son og tón­list­ar­stjóri Þor­steinn Jóns­son.


23. nóv. – 20. des.

Jóla-lista­mark­að­ur í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar býð­ur gest­um og gang­andi upp á sann­kall­aða jóla­mark­aðs-stemm­ingu. Yfir 50 lista­menn sýna og selja list sína á Jóla-lista­mark­aði sem opn­ar þann 23. nóv­em­ber kl. 13:00.

Á Jóla-lista­mark­að­in­um má finna allt frá litl­um vatns­lita­mynd­um, mál­verk­um, skúlp­túr­um, tex­tíl-verk­um og lömp­um, til verka sem hafa eitt sinn ver­ið barna­dót en eru núna dulúð­leg­ar ver­ur. Frá­bært tæki­færi til að finna eitt­hvað al­veg ein­stakt í jólapakk­ann til ást­vina.

Opið er á opn­un­ar­tíma bóka­safns­ins:

  • mán. – fös. kl. 9:00 – 18:00
  • lau. kl. 12:00 – 16:00

24. nóv­em­ber kl. 14:00-17:00

Bas­ar fé­lags­starfs­ins í Mos­fells­bæ

Hinn ár­legi bas­ar á veg­um fé­lags­starfs­ins í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn sunnu­dag­inn 24. nóv­em­ber kl. 14:00 – 17:00 í Hlé­garði.

Fal­leg­ar hand­unn­ar vör­ur á afar góðu verði og úr­val­ið fjöl­breytt. Eft­ir bas­ar­inn verða þær vör­ur sem eft­ir eru til sölu í bas­ar­búð­inni í Brú­ar­landi alla virka daga frá kl. 11:00 – 16:00.

All­ur ágóði af seld­um vör­um fer til þeirra sem þurfa að­stoð í bæn­um okk­ar. Posi á staðn­um.

Vor­boð­ar, kór eldri borg­ara, syngja fyr­ir gesti. Kaffisala á veg­um kirkju­kórs­ins.


28. nóv­em­ber kl. 11:30

Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíð í Hlé­garði

Pálmi Sig­ur­hjart­ar sest við flygil­inn og tek­ur á móti gest­um.

Kalk­únn frá Reykja­bú­inu á hlað­borði í há­deg­inu, frá kl. 11:30.

Meist­ara­kokk­ur­inn Magnús Már Byron Har­alds­son sér um að mat­reiða vellyst­ing­ar úr heima­byggð.

Verð: 3.990 kr. Tak­markað magn miða í boði.

Hóp­ar geta lát­ið vita af sér í gegn­um net­fang­ið hleg­ar­d­ur@mos.is.


28. nóv­em­ber kl. 15:30-19:30

Jóla­mark­að­ur Hamra­hlíð­ar

Jóla­mark­að­ur Hamra­hlíð­ar v. Skála­hlíð 9 (áður Skála­tún) verð­ur hald­inn fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber frá kl. 15:30-19:30.

Til sölu er ýmis varn­ing­ur sem er flestall­ur bú­inn til úr end­ur­nýttu efni. Í boði verð­ur heitt súkkulaði, pip­ar­kök­ur o.fl.


28. nóv­em­ber kl. 20:00

Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar

Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber 2024. Hús­ið verð­ur opn­að kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.

Fjór­ir höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um og taka þátt í um­ræð­um.

Rit­höf­und­arn­ir eru:

  • Bjarki Bjarna­son – Gröf minn­ing­anna
  • Jón Kalm­an Stef­áns­son – Him­intungl yfir heims­ins ystu brún
  • Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir – Eyja
  • Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir – Duna: Saga kvik­mynd­ar­gerð­ar­konu

Ís­lensku­fræð­ing­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir stýr­ir um­ræð­um.

Sjonni og Ævar Örn leika ljúfa jazztóna frá kl. 19:30 – 20:00.

Kertaljós og veit­ing­ar að hætti Bóka­safns­ins.

Að­gang­ur ókeyp­is – öll vel­komin með­an húsrúm leyf­ir.


30. nóv­em­ber kl. 16:00

Ljós­in tendr­uð á jóla­trénu á Mið­bæj­ar­torgi

Tendr­un ljós­anna á jóla­trénu á Mið­bæj­ar­torg­inu hef­ur um ára­bil markað upp­haf jóla­halds í bæn­um. Tendr­un­in á sér fast­an sess í hjört­um bæj­ar­búa sem fjöl­menna á við­burð­inn ár hvert.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar spil­ar inn í Kjarna frá kl. 15:30 og kl. 16:00 hefst dagskrá á Mið­bæj­ar­torg­inu:

  • Börn úr for­skóla­deild Lista­skól­ans
  • Barnakór Lága­fells­sókn­ar
  • Söng­kon­an Guð­rún Árný

Gera má ráð fyr­ir að ein­hverj­ir jóla­svein­anna komi ofan úr Esju þenn­an dag til að dansa í kring­um tréð með börn­un­um. Eft­ir að dansað hef­ur ver­ið í kring­um jóla­tréð verð­ur hald­ið inn í Kjarna þar sem Mos­fell­skór­inn mun syngja lög.

4. flokk­ur kvenna í knatt­spyrnu í Aft­ur­eld­ingu sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöffl­um, og Kven­fé­lag Mos­fells­bæj­ar held­ur sinn ár­lega köku­ba­s­ar.


1. des­em­ber kl. 14:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini. Dag­skrá­in hefst kl. 14:00 og stend­ur í um klukku­tíma.

  • Dag­ur Hjart­ar­son – Sporð­drek­ar
  • Maó Al­heims­dótt­ir – Veð­ur­fregn­ir og jarð­ar­far­ir
  • Halldór Armand – Mik­il­vægt rusl
  • Jón Kalm­an Stef­áns­son – Him­intungl yfir heims­ins ystu brún

4. des­em­ber kl. 17:00

Nátttröll­ið Yrsa – einmana á jólanótt

Leik­hóp­ur­inn Óhemj­ur kem­ur í heim­sókn í Bóka­safn­ið og flyt­ur okk­ur hjart­næma að­ventu­sögu, stút­fulla af söng, leik og dansi. Sýn­ing­in hefst kl. 17:00.

Nátttröll­ið Yrsa sér fram á ein­mana­lega jóla­há­tíð þar sem for­eldr­ar henn­ar og systkini eru öll orð­in að steini. Hún tek­ur á það ráð að fanga lít­inn skóg­ar­þröst og læsa inni í hell­in­um sín­um svo hún hafi fé­lags­skap um jólin. Skóg­ar­þröst­ur­inn hjálp­ar henni svo að sjá hlut­ina í nýju ljósi.

Öll vel­komin!


4. des­em­ber kl. 20:00

Stöll­ur senda jóla­kveðju

Kvennakór­inn Stöll­ur verð­ur með jóla­tón­leika í Bæj­ar­leik­hús­inu mið­viku­dag­inn 4. des­em­ber kl. 20:00.

Ein­söngv­ar­ar úr kór eru: Þóra Björg, Gunn­hild­ur Ósk, Hild­ur Helga, Erna, Júlí, Jó­hanna Valdís, Elín Hekla, Helena og Arndís.

Með­leik­ar­ar eru: Árni Ísaks­son – harmonikka og or­gel og Ás­björg Jóns­dótt­ir – pí­anó.

Að­stoð við upp­setn­ingu: Agnes Wild
Kór­stjóri: Heiða Árna­dótt­ir
Út­setn­ing­ar eft­ir: Að­al­heiði Þor­steins­dótt­ur, Gunn­ar Gunn­ars­son, Gísla Magna, Ás­björgu Jóns­dótt­ur, Krist­ínu Jó­hann­es­dótt­ur, Margot Kiis og Andrés Alén

Að­gang­ur kr. 2.500 (eng­inn posi á staðn­um).
Frítt er fyr­ir börn yngri en 16 ára.


5. des­em­ber kl. 16:30

Barna­bókasmakk

Tveir barna­bóka­höf­und­ar kynna nýj­ustu bæk­ur sín­ar í bóka­safn­inu fimmtu­dag­inn 5. des­em­ber kl. 16:30.

  • Kristín Ragna Gunn­ars­dótt­ir les fyr­ir okk­ur upp úr æv­in­týra­bók­inni Val­kyrj­u­sög­ur
  • Hjalti Hall­dórs­son verð­ur á jóla­leg­um nót­um með bæk­urn­ar Hinn eini sanni jóla­sveinn og Bann­að að vekja Grýlu

Jóla­leg­ar veit­ing­ar að lestri lokn­um.


8. des­em­ber kl. 14:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini. Dag­skrá­in hefst kl. 14:00 og stend­ur í um klukku­tíma.

  • Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir og Guð­rún Elsa Braga­dótt­ir – Duna: Saga kvik­mynda­gerð­ar­konu (Guðný Hall­dórs­dótt­ir les upp úr bók­inni)
  • Gróa Finns­dótt­ir – Eyj­ar
  • Guð­mund­ur Andri Thors­son – Syn­ir Himna­smiðs
  • Þór­unn Valdi­mars­dótt­ir – Fag­ur­boð­ar og Speg­ill ís­lenskr­ar fyndni

14. des­em­ber kl. 12:00-17:00

Jóla­mark­að­ur í Hlé­garði

Jóla­mark­að­ur verð­ur hald­inn í Hlé­garði laug­ar­dag­inn 14. des­em­ber kl. 12:00 – 17:00. Fjöl­breytt­ur varn­ing­ur til sölu.

Skemmti­leg­ar uppá­kom­ur á svið­inu, jóla­svein­ar á vappi, rist­að­ar möndl­ur og pip­ar­köku­skreyt­ing-ar munu skapa nota­lega stemn­ingu.

Frá­bært tæki­færi til að versla í heima­byggð!

Borða­bók­an­ir fara í gegn­um net­fang­ið jolag­ar­d­ur@gmail.com (9.000 kr.).


15. des­em­ber kl. 14:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini. Dag­skrá­in hefst kl. 14:00 og stend­ur í um klukku­tíma.

  • Kristín Mar­ja Bald­urs­dótt­ir – Ég færi þér fjöll
  • Eva Rún Snorra­dótt­ir – Eldri kon­ur
  • Birgitta Björg Guð­mars­dótt­ir – Mold­in heit
  • Að­al­steinn Ás­berg Sig­urðs­son – Spuna­tíð

22. des­em­ber kl. 14:00

Að­ventu­upp­lestr­ar á Gljúfra­steini

Á að­vent­unni munu höf­und­ar lesa upp úr verk­um sín­um í stof­unni á Gljúfra­steini. Dag­skrá­in hefst kl. 14:00 og stend­ur í um klukku­tíma.

  • Hild­ur Knúts­dótt­ir – Mandla
  • Hall­grím­ur Helga­son – Sex­tíu kíló af sunnu­dög­um
  • Tóm­as Ævar Ólafs­son – Breið­þot­ur
  • Sunna Dís Más­dótt­ir – Kul

23. des­em­ber kl. 11:30

Skötu­veisla í Hlé­garði

Hið mar­gróm­aða skötu­hlað­borð í Hlé­garði verð­ur hald­ið í há­deg­inu á Þor­láks­messu. Trúba­dor­inn og Mos­fell­ing­ur­inn Bjarni Ómar mæt­ir með gít­ar­inn og flyt­ur vel valin lög úr laga­safni Bubba Mort­hens. Hlað­borð að hætti húss­ins með öllu til­heyr­andi. Hægt er að velja um borð kl. 11:30 og 13:30.

For­sala fer fram á Tix.is, hóp­ar geta lát­ið vita af sér í gegn­um net­fang­ið hleg­ar­d­ur@mos.is.


Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00