21. nóvember og 5. desember kl. 20:00
Ylur
Leikfélag Mosfellssveitar setur upp nýjan sprenghlægilegan íslenskan jólasöngleik með þekktum jólalögum í nýjum búningi eftir Aron Martin Ásgerðarson og Ástrósu Hind Rúnarsdóttur.
Sangríuþyrstir ferðalangar freista þess að sleikja sólina á sólarströnd yfir jólin en bregður í brún þegar amstur jólanna eltir þau alla leið til Spánar og ógnar jólafriðinum.
Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson og tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson.
23. nóv. – 20. des.
Jóla-listamarkaður í Listasal Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar býður gestum og gangandi upp á sannkallaða jólamarkaðs-stemmingu. Yfir 50 listamenn sýna og selja list sína á Jóla-listamarkaði sem opnar þann 23. nóvember kl. 13:00.
Á Jóla-listamarkaðinum má finna allt frá litlum vatnslitamyndum, málverkum, skúlptúrum, textíl-verkum og lömpum, til verka sem hafa eitt sinn verið barnadót en eru núna dulúðlegar verur. Frábært tækifæri til að finna eitthvað alveg einstakt í jólapakkann til ástvina.
Opið er á opnunartíma bókasafnsins:
- mán. – fös. kl. 9:00 – 18:00
- lau. kl. 12:00 – 16:00
24. nóvember kl. 14:00-17:00
Basar félagsstarfsins í Mosfellsbæ
Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfsins í Mosfellsbæ verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00 – 17:00 í Hlégarði.
Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Eftir basarinn verða þær vörur sem eftir eru til sölu í basarbúðinni í Brúarlandi alla virka daga frá kl. 11:00 – 16:00.
Allur ágóði af seldum vörum fer til þeirra sem þurfa aðstoð í bænum okkar. Posi á staðnum.
Vorboðar, kór eldri borgara, syngja fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins.
28. nóvember kl. 11:30
Þakkargjörðarhátíð í Hlégarði
Pálmi Sigurhjartar sest við flygilinn og tekur á móti gestum.
Kalkúnn frá Reykjabúinu á hlaðborði í hádeginu, frá kl. 11:30.
Meistarakokkurinn Magnús Már Byron Haraldsson sér um að matreiða vellystingar úr heimabyggð.
Verð: 3.990 kr. Takmarkað magn miða í boði.
Hópar geta látið vita af sér í gegnum netfangið hlegardur@mos.is.
28. nóvember kl. 15:30-19:30
Jólamarkaður Hamrahlíðar
Jólamarkaður Hamrahlíðar v. Skálahlíð 9 (áður Skálatún) verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 15:30-19:30.
Til sölu er ýmis varningur sem er flestallur búinn til úr endurnýttu efni. Í boði verður heitt súkkulaði, piparkökur o.fl.
28. nóvember kl. 20:00
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar verður haldið fimmtudaginn 28. nóvember 2024. Húsið verður opnað kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.
Fjórir höfundar lesa upp úr verkum sínum og taka þátt í umræðum.
Rithöfundarnir eru:
- Bjarki Bjarnason – Gröf minninganna
- Jón Kalman Stefánsson – Himintungl yfir heimsins ystu brún
- Ragnhildur Þrastardóttir – Eyja
- Kristín Svava Tómasdóttir – Duna: Saga kvikmyndargerðarkonu
Íslenskufræðingurinn Katrín Jakobsdóttir stýrir umræðum.
Sjonni og Ævar Örn leika ljúfa jazztóna frá kl. 19:30 – 20:00.
Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins.
Aðgangur ókeypis – öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
30. nóvember kl. 16:00
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum. Tendrunin á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar inn í Kjarna frá kl. 15:30 og kl. 16:00 hefst dagskrá á Miðbæjartorginu:
- Börn úr forskóladeild Listaskólans
- Barnakór Lágafellssóknar
- Söngkonan Guðrún Árný
Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna komi ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Mosfellskórinn mun syngja lög.
4. flokkur kvenna í knattspyrnu í Aftureldingu sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum, og Kvenfélag Mosfellsbæjar heldur sinn árlega kökubasar.
1. desember kl. 14:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur í um klukkutíma.
- Dagur Hjartarson – Sporðdrekar
- Maó Alheimsdóttir – Veðurfregnir og jarðarfarir
- Halldór Armand – Mikilvægt rusl
- Jón Kalman Stefánsson – Himintungl yfir heimsins ystu brún
4. desember kl. 17:00
Nátttröllið Yrsa – einmana á jólanótt
Leikhópurinn Óhemjur kemur í heimsókn í Bókasafnið og flytur okkur hjartnæma aðventusögu, stútfulla af söng, leik og dansi. Sýningin hefst kl. 17:00.
Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa inni í hellinum sínum svo hún hafi félagsskap um jólin. Skógarþrösturinn hjálpar henni svo að sjá hlutina í nýju ljósi.
Öll velkomin!
4. desember kl. 20:00
Stöllur senda jólakveðju
Kvennakórinn Stöllur verður með jólatónleika í Bæjarleikhúsinu miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00.
Einsöngvarar úr kór eru: Þóra Björg, Gunnhildur Ósk, Hildur Helga, Erna, Júlí, Jóhanna Valdís, Elín Hekla, Helena og Arndís.
Meðleikarar eru: Árni Ísaksson – harmonikka og orgel og Ásbjörg Jónsdóttir – píanó.
Aðstoð við uppsetningu: Agnes Wild
Kórstjóri: Heiða Árnadóttir
Útsetningar eftir: Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Gunnar Gunnarsson, Gísla Magna, Ásbjörgu Jónsdóttur, Kristínu Jóhannesdóttur, Margot Kiis og Andrés Alén
Aðgangur kr. 2.500 (enginn posi á staðnum).
Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
5. desember kl. 16:30
Barnabókasmakk
Tveir barnabókahöfundar kynna nýjustu bækur sínar í bókasafninu fimmtudaginn 5. desember kl. 16:30.
- Kristín Ragna Gunnarsdóttir les fyrir okkur upp úr ævintýrabókinni Valkyrjusögur
- Hjalti Halldórsson verður á jólalegum nótum með bækurnar Hinn eini sanni jólasveinn og Bannað að vekja Grýlu
Jólalegar veitingar að lestri loknum.
8. desember kl. 14:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur í um klukkutíma.
- Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir – Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu (Guðný Halldórsdóttir les upp úr bókinni)
- Gróa Finnsdóttir – Eyjar
- Guðmundur Andri Thorsson – Synir Himnasmiðs
- Þórunn Valdimarsdóttir – Fagurboðar og Spegill íslenskrar fyndni
14. desember kl. 12:00-17:00
Jólamarkaður í Hlégarði
Jólamarkaður verður haldinn í Hlégarði laugardaginn 14. desember kl. 12:00 – 17:00. Fjölbreyttur varningur til sölu.
Skemmtilegar uppákomur á sviðinu, jólasveinar á vappi, ristaðar möndlur og piparkökuskreyting-ar munu skapa notalega stemningu.
Frábært tækifæri til að versla í heimabyggð!
Borðabókanir fara í gegnum netfangið jolagardur@gmail.com (9.000 kr.).
15. desember kl. 14:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur í um klukkutíma.
- Kristín Marja Baldursdóttir – Ég færi þér fjöll
- Eva Rún Snorradóttir – Eldri konur
- Birgitta Björg Guðmarsdóttir – Moldin heit
- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson – Spunatíð
22. desember kl. 14:00
Aðventuupplestrar á Gljúfrasteini
Á aðventunni munu höfundar lesa upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur í um klukkutíma.
- Hildur Knútsdóttir – Mandla
- Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af sunnudögum
- Tómas Ævar Ólafsson – Breiðþotur
- Sunna Dís Másdóttir – Kul
23. desember kl. 11:30
Skötuveisla í Hlégarði
Hið margrómaða skötuhlaðborð í Hlégarði verður haldið í hádeginu á Þorláksmessu. Trúbadorinn og Mosfellingurinn Bjarni Ómar mætir með gítarinn og flytur vel valin lög úr lagasafni Bubba Morthens. Hlaðborð að hætti hússins með öllu tilheyrandi. Hægt er að velja um borð kl. 11:30 og 13:30.
Forsala fer fram á Tix.is, hópar geta látið vita af sér í gegnum netfangið hlegardur@mos.is.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar