Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. janúar 2010

Embla Ág­ústs­dótt­ir hef­ur ver­ið valin Mos­fell­ing­ur árs­ins 2009 af bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi í Mos­fells­bæ.

Embla læt­ur hreyfi­hömlun ekki hindra sig í að lifa líf­inu og ná há­leit­um mark­mið­um sín­um í námi og starfi.

Með því að miðla af reynslu sinni og lífs­sýn hef­ur hún unn­ið að því að breyta við­horf­um til fatl­aðra og feng­ið fólk til að skilja að þó hreyfi­hömlun sé áskor­un þá sé hún ekki endi­lega af­sök­un. Embla hef­ur að und­an­förnu hald­ið fjölda fyr­ir­lestra sem tengjast mál­efn­um fatl­aðra. Embla er nem­andi á fé­lags­fræði­braut í Borg­ar­holts­skóla og stefn­ir á há­skóla­nám í fötl­un­ar- og kynja­fræð­um.

Embla er öfl­ug sund­kona og æfði í mörg ár með íþrótta­fé­lagi fatl­aðra. Hún lék einn­ig á slag­verk með Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar á sín­um yngri árum.

Þetta er í fimmta sinn sem Mos­fell­ing­ur veit­ir þessa við­ur­kenn­ingu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00