Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. október 2018

Slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af­henti Mos­fells­bæ skó­horn til að prófa reyk­skynj­ara heim­il­is­ins á ör­ugg­an hátt.

Það er talin góð regla að prófa reyk­skynj­ar­ana á heim­il­inu í hverj­um mán­uði. Al­gengt er að fólk gleyma að prófa reyk­skynj­ara eða eigi erfitt með að kom­ast að þeim. Með því að nota skó­horn­ið til að prófa reyk­skynj­ara þarf ekki að klifra upp á stól og eiga á hættu að detta og slasa sig. Skó­horn­ið er því hugsað sem góð áminn­ing um að prófa reykj­skynj­ar­ana en er um leið hæfi­lega langt til þess að auð­velt sé að fara í skó án þess að beygja sig.

Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar tók þá ákvörð­un að af­henda þeim ein­stak­ling­um sem nýta sér fé­lags­lega heima­þjón­ustu á veg­um bæj­ar­ins skó­horn­ið sem lið í að auka ör­yggi á heim­il­um þeirra

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00