Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti Mosfellsbæ skóhorn til að prófa reykskynjara heimilisins á öruggan hátt.
Það er talin góð regla að prófa reykskynjarana á heimilinu í hverjum mánuði. Algengt er að fólk gleyma að prófa reykskynjara eða eigi erfitt með að komast að þeim. Með því að nota skóhornið til að prófa reykskynjara þarf ekki að klifra upp á stól og eiga á hættu að detta og slasa sig. Skóhornið er því hugsað sem góð áminning um að prófa reykjskynjarana en er um leið hæfilega langt til þess að auðvelt sé að fara í skó án þess að beygja sig.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar tók þá ákvörðun að afhenda þeim einstaklingum sem nýta sér félagslega heimaþjónustu á vegum bæjarins skóhornið sem lið í að auka öryggi á heimilum þeirra
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði