Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti Mosfellsbæ skóhorn til að prófa reykskynjara heimilisins á öruggan hátt.
Það er talin góð regla að prófa reykskynjarana á heimilinu í hverjum mánuði. Algengt er að fólk gleyma að prófa reykskynjara eða eigi erfitt með að komast að þeim. Með því að nota skóhornið til að prófa reykskynjara þarf ekki að klifra upp á stól og eiga á hættu að detta og slasa sig. Skóhornið er því hugsað sem góð áminning um að prófa reykjskynjarana en er um leið hæfilega langt til þess að auðvelt sé að fara í skó án þess að beygja sig.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar tók þá ákvörðun að afhenda þeim einstaklingum sem nýta sér félagslega heimaþjónustu á vegum bæjarins skóhornið sem lið í að auka öryggi á heimilum þeirra
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025