Umfang gossins er lítið og hefur virkni heldur minnkað frá því í gærkvöldi. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og þekur hraunflæðið svæði sem er í mesta lagi um 100 metra breitt, en unnið er að kortlagningu svæðisins. Eins og staðan er núna er gosið afmarkað við mjög lítið svæði ofan í dalverpi og er afar ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni.
Fylgst verður náið með þróun mála sérstaklega hvað varðar gasmengun. Á vef Umhverfisstofnunar er hægt er að fylgjast með loftgæðum og afla sér upplýsinga um loftmengun í eldgosum.
English:
At around 20:45 last evening a volcanic eruption began at Geldingadalur, close to Fagradalsfjall on the Reykjanes Peninsula. The eruption site is in a valley, about 4.7 km inland from the southern coast of the peninsula. There are presently no reports of ash fall, although tephra and gas emissions are to be expected.
The Icelandic Met Office
The Environment Agency of Iceland
Tengt efni
Talsverð mengun víða á höfuðborgarsvæðinu
Eldgos á Reykjanesi - Mikil gasmengun á svæðinu
Eldgos hófst um kl. 16:40 við Litla-Hrút í gær.
Ítrekun á viðvörun vegna gasmökks
Veðurstofan vill ítreka ábendingar til almennings frá því í gær vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu.