Mikilvægt er að íbúar séu vakandi varðandi loftgæði í tengslum við eldgosið í Geldingadal.
Hægt er að tilkynna til Veðurstofu Íslands ef vart verður við brennisteinslykt.
Upplýsingar varðandi loftgæði má finna á loftgæði.is og ráðleggingar vegna gosmengunar má finna á vef Landlæknis.
Tengt efni
Eldgos á Reykjanesi - upplýsingar vegna mögulegrar gasmengunar
Einn fylgifiskur eldgoss er gasmengun sem getur verið hættuleg og haft heilsufarsleg áhrif, sér í lagi á þá sem eru viðkvæmir fyrir, með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma.
Viðbragðsáætlanir sveitarfélaga virkjaðar vegna eldgoss
Mosfellsbær hefur í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við ákvarðanir Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins.