Ábendingar hafa borist vegna mikillar bensínlyktar úr holræsum í Hlíðarás.
Því er tilefni til að minna á að ekki má hella spilliefnum í niðurföll. Það sem fellur í niðurföll í götum bæjarins og bílskúrum getur borist í ár og læki í regnvatnslögnum og valdið mengun.