Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2021

Mos­fells­bær hef­ur ákveð­ið að efna til hug­mynda­sam­keppni um mið­bæj­ar­garð við Bjark­ar­holt.

Gerð­ur verð­ur samn­ing­ur við Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs um að halda utan um und­ir­bún­ing og fram­kvæmd hug­mynda­sam­keppn­inn­ar.

Í deili­skipu­lagi fyr­ir mið­bæ Mos­fells­bæj­ar er gert ráð fyr­ir mið­bæj­argarði við Bjark­ar­holt. Svæð­ið er um hálf­ur hekt­ari að stærð og til­laga um garð­inn bygg­ist með­al ann­ars á áliti rýni­hópa íbúa sem lögðu áherslu á græna ásýnd mið­bæj­ar­ins.

Skip­uð verð­ur fimm manna dóm­nefnd þar sem verða tveir full­trú­ar bæj­ar­stjórn­ar, skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar auk tveggja fag­að­ila sem Mið­stöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs til­nefn­ir. Helstu tíma­setn­ing­ar eru þann­ig að verk­efna­lýs­ing og kynn­ing­ar­efni verði til­bú­ið til aug­lýs­ing­ar 6. janú­ar 2022, sam­keppn­in verði aug­lýst op­in­ber­lega og kynn­ing­ar­fund­ur hald­inn 10. janú­ar 2022, skila­frest­ur til­lagna verði til mið­nætt­is 21. mars 2022. Að þessu loknu taki við vinna dóm­nefnd­ar og nið­ur­staða sam­keppn­inn­ar verði kynnt sum­ar­dag­inn fyrsta sem verð­ur 21. apríl 2022

Lunga nýja mið­bæj­ar­ins

„Ég bind mikl­ar von­ir við þessa hug­mynda­sam­keppni og sé fyr­ir mér að mið­bæj­ar­garð­ur­inn geti orð­ið eins kon­ar lunga nýja mið­bæj­ar­ins þar sem íbú­ar geti not­ið fal­legs um­hverf­is, gróð­urs, veit­inga og stundað ein­fald­ari íþrótt­ir með börn­um, vin­um og fjöl­skyldu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. „Mið­bæj­ar­garð­ur­inn hef­ur alltaf ver­ið hugs­að­ur sem miðja svæð­is­ins og mik­il­vægt er að nýta tæki­fær­ið til að þróa mið­bæ­inn okk­ar sam­an sem stað þar sem við kom­um sam­an, njót­um lífs­ins og sinn­um heilsu­efl­ingu,“ seg­ir Har­ald­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00