Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júlí 2020

Mos­fells­bær áform­ar að bjóða út efnis­töku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha land­svæði í Selja­dal.

Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að afla jarð­efn­is og fyrsta flokks steinefn­is fyr­ir mal­bik á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­kvæmd­in er mats­skyld sam­kvæmt lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um nr. 106/2000.

Skýrsla þessi er drög að til­lögu að matsáætlun. Hún mark­ar upp­haf­ið að mats­ferl­inu. Í skýrsl­unni er gerð grein fyr­ir fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd, þeim val­kost­um sem til greina koma, um­hverf­is­þátt­um sem tald­ir eru geta orð­ið fyr­ir áhrif­um og hvern­ig fram­kvæmdarað­ili hyggst standa að mati á um­hverf­isáhrif­um.

Öll­um er frjálst að gera at­huga­semd við drög­in. At­huga­semda­frest­ur er frá 31. júlí til og með 14. ág­úst 2020.

Koma skal ra­f­ræn­um at­huga­semd­um til Önnu R. Arn­ar­dótt­ur hjá EFLU verk­fræði­stofu á net­fang­ið anna.rut.arn­ar­dott­ir[hja]efla.is. Skrif­leg­ar at­huga­semd­ir skal merkja „Selja­dals­náma – Efn­istaka“ og senda til Önnu Rut­ar Arn­ar­dótt­ur, EFLA Verk­fræði­stofa, Lyng­hálsi 4, 110 Reykja­vík.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00