Mosfellsbær áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðefnis og fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Mosfellsbær áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðefnis og fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
- Seljadalsnáma – Efnistaka (pdf).
Skýrsla þessi er drög að tillögu að matsáætlun. Hún markar upphafið að matsferlinu. Í skýrslunni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, þeim valkostum sem til greina koma, umhverfisþáttum sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum og hvernig framkvæmdaraðili hyggst standa að mati á umhverfisáhrifum.
Öllum er frjálst að gera athugasemd við drögin. Athugasemdafrestur er frá 31. júlí til og með 14. ágúst 2020.
Koma skal rafrænum athugasemdum til Önnu R. Arnardóttur hjá EFLU verkfræðistofu á netfangið anna.rut.arnardottir[hja]efla.is. Skriflegar athugasemdir skal merkja „Seljadalsnáma – Efnistaka“ og senda til Önnu Rutar Arnardóttur, EFLA Verkfræðistofa, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík.
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: