Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2022

Á stjórn­ar­fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þann 5. des­em­ber var svohljóð­andi bók­un sam­þykkt:

„Efla þarf for­varn­ar­starf lög­reglu og sýni­lega lög­gæslu.

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fagna þeim áform­um sem end­ur­speglast í fjár­auka­lög­um um styrk­ingu lög­regl­unn­ar á landsvísu. Í ljósi þeirra fjöl­mörgu áskor­ana sem lög­regl­an stend­ur frammi fyr­ir telja sam­tökin mik­il­vægt að lög­regl­an verði efld og styrkt til þess að hún geti sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu. Það er jafn­framt mik­il­vægt að hún sé sýni­leg til auka ör­yggis­kennd íbúa og til að halda uppi ákveðnu ör­ygg­is­stigi.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa um 64% lands­manna. Hlut­fall lög­reglu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur hins­veg­ar lækkað úr því að vera 47% af starf­andi lög­reglu­þjón­um á land­inu á ár­inu 2010 í 39% á ár­inu 2022. Enn meiri fækk­un hef­ur orð­ið á hlut­falli borg­ara­legra starfs­manna lög­regl­unn­ar.

Sveit­ar­fé­lög­in eiga í góðu sam­starfi við lög­regl­una, ekki síst þeg­ar kem­ur að for­varn­ar­mál­um vegna barna og ung­menna. Það er því afar mik­il­vægt styrkja lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til að halda í við íbúa­þró­un og jafn­framt að þróa áfram hug­mynda­fræði sam­fé­lagslög­gæslu. Með fjölg­un sam­fé­lagslög­reglu­þjóna, sem vinna mark­visst með vel­ferð­ar­þjón­ustu og fé­lags­mið­stöðv­um er hægt að grípa strax inn í hópa­mynd­an­ir og of­beldi á með­al ung­menna og stemma þann­ig stigu við af­brot­um og jafn­framt að auka við þjón­ustust­ig lög­regl­unn­ar í sam­fé­lag­inu.“

Í stjórn sam­tak­anna sitja bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og borg­ar­stjóri.

,,Höf­uð­borg­ar­svæð­ið hef­ur ver­ið að drag­ast aft­ur úr þeg­ar kem­ur að mönn­un í lög­regl­unni“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ og formað­ur stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. ,,Nú eru starf­andi lög­reglu­þjón­ar í 1,2 stöðu­gild­um á hverja þús­und íbúa hér á þessu svæði og er það lang­lægsta hlut­fall á land­inu“.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00