Drög að viðbót við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Álafoss hefur nú verið lögð fram til kynningar næstu 6 vikurnar.
Markmið með gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Álafoss er að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir verndun og uppbyggingu útivistarsvæðis í Álanesskógi sem liggur innan náttúruvættisins Álafoss. Viðbótin er unnin af fulltrúum Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar.
Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun.
Óskað er eftir athugasemdum frá almenningi við drög að áætluninni. Aðkoma hagsmunaaðila er mikilvægur þáttur til að skapa sátt um daglegan rekstur og framtíð friðlýstra svæða.
Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum á vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Skilafrestur athugasemda er til og með 8. október 2024.
Nánari upplýsingar og senda inn ábendingu/athugasemd:
Álafoss og nánasta umhverfi hans, ásamt Álanesskógi, var friðlýst sem náttúruvætti árið 2013 með auglýsingu nr. 461/2013.
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss tók gildi í september 2020 með auglýsingu nr. 1023/2020.
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.