Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. september 2024

Drög að við­bót við stjórn­un­ar- og verndaráætlun fyr­ir nátt­úru­vætt­ið Ála­foss hef­ur nú ver­ið lögð fram til kynn­ing­ar næstu 6 vik­urn­ar.

Markmið með gerð við­bót­ar við stjórn­un­ar- og verndaráætlun fyr­ir nátt­úru­vætt­ið Ála­foss er að móta fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyr­ir vernd­un og upp­bygg­ingu úti­vist­ar­svæð­is í Ála­nes­skógi sem ligg­ur inn­an nátt­úru­vætt­is­ins Ála­foss. Við­bót­in er unn­in af full­trú­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og Mos­fells­bæj­ar.

Meg­in­markmið með gerð stjórn­un­ar- og verndaráætl­un­ar er að leggja fram stefnu um vernd­un svæð­is­ins og hvern­ig við­halda skuli vernd­ar­gildi þess þann­ig að sem mest sátt ríki um. Í áætl­un­inni er lögð fram stefnu­mót­um til fram­tíð­ar, ásamt að­gerða­áætlun.

Óskað er eft­ir at­huga­semd­um frá al­menn­ingi við drög að áætl­un­inni. Að­koma hags­muna­að­ila er mik­il­væg­ur þátt­ur til að skapa sátt um dag­leg­an rekst­ur og fram­tíð frið­lýstra svæða.

Hægt er að skila inn ábend­ing­um og at­huga­semd­um á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar, með tölvu­pósti á net­fang­ið ust@ust.is eða með því að senda póst til Um­hverf­is­stofn­un­ar, Suð­ur­lands­braut 24, 108 Reykja­vík.

Skila­frest­ur at­huga­semda er til og með 8. októ­ber 2024.

Nánari upplýsingar og senda inn ábendingu/athugasemd:

Ála­foss og nán­asta um­hverfi hans, ásamt Ála­nes­skógi, var frið­lýst sem nátt­úru­vætti árið 2013 með aug­lýs­ingu nr. 461/2013.

Stjórn­un­ar- og verndaráætlun fyr­ir Ála­foss tók gildi í sept­em­ber 2020 með aug­lýs­ingu nr. 1023/2020.

Áætl­un­in er sett fram í sam­ræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um nátt­úru­vernd.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00