10. maí flytur Leikfélag Mosfellssveitar ásamt Tindatríóinu og Sveini Arnari Sæmundssyni söngvara og píanóleikara draugasögur úr sveitinni.
Dagskráin hefst klukkan 20.30 á Bókasafni Mosfellsbæjar.
Draugasögur úr sveitinni eru hluti af dagskrá menningarvors Mosfellbæjar í maí. Menningarvor er nú haldið í þriðja sinn. Fjögur þriðjudagskvöld í maí er boðið upp á metnaðarfulla tónlistar- og menningardagskrá þar sem mosfellskt listafólk kemur fram.
Aðgangur er ókeypis.
Tengt efni
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins.
Gleðilegt sumar!
Breyting hefur verið gerð á reglum um sóttvarnir á söfnum. Nú hafa söfn heimild til að taka á móti helmingi af hámarksfjölda gesta.