Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. nóvember 2010

Mos­fellska hljóm­sveit­in Myst­ur held­ur tón­leika á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar fimmtu­dags­kvöld­ið 11. nóv­em­ber kl. 20:00.

Hljóm­sveit­ina skipa nem­end­ur úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sem eru á aldr­in­um 17 – 21 árs, þau Ás­björg Jóns­dótt­ir, söng­ur, Lára Björk Bender, pí­anó og bakradd­ir, Dav­íð Snær Sveins­son,  bassi, Elí­as Marel Þor­steins­son, gít­ar og María Helga Jóns­dótt­ir, þverf­lauta.

Myst­ur flyt­ur jazzað popp og tón­list­in kem­ur frá hinum ýmsu lönd­um. Þem­að er því heims­reisa á huggu­legri kvöldstund með ljúfri tónlist sem á vel við með góð­um kaffi­bolla og dýr­ind­is tertusneið á haust­kvöldi sem þessu. Gest­ir eru hvatt­ir til að muna eft­ir góða skap­inu og klinki fyr­ir veit­ing­um.

Að­gang­ur er ókeyp­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00