Mosfellska hljómsveitin Mystur heldur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 11. nóvember kl. 20:00.
Hljómsveitina skipa nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar sem eru á aldrinum 17 – 21 árs, þau Ásbjörg Jónsdóttir, söngur, Lára Björk Bender, píanó og bakraddir, Davíð Snær Sveinsson, bassi, Elías Marel Þorsteinsson, gítar og María Helga Jónsdóttir, þverflauta.
Mystur flytur jazzað popp og tónlistin kemur frá hinum ýmsu löndum. Þemað er því heimsreisa á huggulegri kvöldstund með ljúfri tónlist sem á vel við með góðum kaffibolla og dýrindis tertusneið á haustkvöldi sem þessu. Gestir eru hvattir til að muna eftir góða skapinu og klinki fyrir veitingum.
Aðgangur er ókeypis.
Tengt efni
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins.
Gleðilegt sumar!
Breyting hefur verið gerð á reglum um sóttvarnir á söfnum. Nú hafa söfn heimild til að taka á móti helmingi af hámarksfjölda gesta.