Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. nóvember 2010

Mos­fellska hljóm­sveit­in Myst­ur held­ur tón­leika á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar fimmtu­dags­kvöld­ið 11. nóv­em­ber kl. 20:00.

Hljóm­sveit­ina skipa nem­end­ur úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sem eru á aldr­in­um 17 – 21 árs, þau Ás­björg Jóns­dótt­ir, söng­ur, Lára Björk Bend­er, pí­anó og bakradd­ir, Dav­íð Snær Sveins­son,  bassi, Elías Mar­el Þor­steins­son, gít­ar og María Helga Jóns­dótt­ir, þverf­lauta.

Myst­ur flyt­ur jazz­að popp og tón­list­in kem­ur frá hinum ýmsu lönd­um. Þem­að er því heims­reisa á huggu­legri kvöld­stund með ljúfri tónlist sem á vel við með góð­um kaffi­bolla og dýr­ind­is tertu­sneið á haust­kvöldi sem þessu. Gest­ir eru hvatt­ir til að muna eft­ir góða skap­inu og klinki fyr­ir veit­ing­um.

Að­gang­ur er ókeyp­is.

Tengt efni

  • Safn­anótt 2023 með pompi og pragt

    Safn­anótt var hald­in há­tíð­leg í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar.

  • Vel heppn­að Bók­mennta­hlað­borð eft­ir tveggja ára hlé

    Bók­mennta­hlað­borð Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar var hald­ið þriðju­dag­inn 22. nóv­em­ber, eft­ir tveggja ára hlé sök­um Covid-19 heims­far­ald­urs­ins.

  • Gleði­legt sum­ar!

    Breyt­ing hef­ur ver­ið gerð á regl­um um sótt­varn­ir á söfn­um. Nú hafa söfn heim­ild til að taka á móti helm­ingi af há­marks­fjölda gesta.