Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundum sínum þann 21. júní 2023, að kynna og auglýsa eftirfarandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreyting við Þverholt 9-21, Mosfellsbæ
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér fjölgun bílastæða við bakhús að Þverholti. Ráðgert er að bæta fimm nýjum bílastæðum við Þverholt 19. Samhliða er núverandi frágangur á svæðinu, við Þverholt 11-15, færður í skipulag.
Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna og koma með umsögn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar mos.is/skipulagsauglysingar, einnig í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillögur og gert við þær athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir rafrænt í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.
Athugasemdafrestur er frá 30. júní til og með 1. ágúst 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar