Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. apríl 2021

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Sil­unga­tjörn í landi Mið­dals, frí­stunda­byggð 513-F, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða breyt­ingu þar sem að af­mörk­un eldra skipu­lags er stækk­uð fyr­ir lóð L125175. Heim­ilt verð­ur að byggja stakt frí­stunda­hús á land­inu í sam­ræmi­við gild­andi að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar. Bygg­ing­ar­heim­ild­ir fylgja að­al­skipu­lagi. Að­koma er um norð­an­vert vatn­ið og ligg­ur nýr veg­ur að lóð í landi Mið­dals.

Til­lag­an var aug­lýst í Mos­fell­ingi og Lög­birt­ing­ar­blað­inu. Hún er einn­ig að­gengi­leg á Upp­lýs­inga­torgi, Þver­holti 2, svo þeir sem vilja geta kynnt sér hana og gert at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og merkt­ar skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ. Einn­ig má senda at­huga­semd­ir í tölvu­pósti á skipu­lag@mos.is.

At­huga­semda­frest­ur er frá 22. apríl 2021 til og með 15. júní 2021.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00