Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur einnig samþykkt að kynna og auglýsa breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðarinnar Vefarastræti 2-6 í Helgafellshverfi skv. 1. mgr. 43. gr. nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að stækka byggingarreit fyrir nýjan leikskóla á skilgreindri samfélagsþjónustulóð 325-S í Helgafellshverfi. Markmiðið er að aðlaga leikskólann betur í landhalla og hanna leiksvæði á jafnsléttu. Nýtingarhlutfall, umfang eða stærð húss breytist ekki. Kvöð um gróður er breytt og stígur vestan lóðar sem tengja átti Vefarastræti og Uglugötu er felldur úr skipulagi sökum mikils halla í landi. Breyting er framsett á tveimur uppdráttum.
Breyting var auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér tillögur og gert við þær athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 24. febrúar til og með 4. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar