Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu frá Reykjalundarvegi að Húsadal – Áningastaður við Reykjaveg og Reykjahvol, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skipulagsauglýsingar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2, svo þau sem vilja get kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Umsagnafrestur er frá 17. nóvember 2022 til og með 3. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.