Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Helgafellshverfi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umrætt landsvæði er nýtt íbúðasvæði suðaustast í Helgafellshverfi sunnan nýs Skammadalsvegar. Breytingin felur í sér að tæplega 1 ha. spilda sunnan Sauðhóls bætist við skipulagssvæðið. Íbúðum fjölgar um 10 í hverfinu ýmist sem einbýli eða íbúðir í fjölbýli. Fjölbýli nyrst breytast lítillega. Hliðrun á nokkrum raðhúsum. Ný húsagerð einbýlis á tveimur hæðum skilgreind í greinargerð. Minniháttar breytingar eru á flestum götum og gangstéttum. Gildandi skipulag var staðfest 29.04.2020.
Uppdrættir eru aðgengilegir á vef og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2, svo þeir sem vilja geta kynnt sér hana og gert athugasemdir. Tillagan var auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 1. apríl 2021 til og með 16. maí 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar