Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg innan Mosfellsbæjar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar vinnslutillögu deiliskipulags Vesturlandsvegar
Kynning á vinnslutillögu: Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg innan Mosfellsbæjar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar vinnslutillögu deiliskipulags Vesturlandsvegar. Vinnslutillaga og drög að umhverfisskýrslu eru kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en bæjarstjórn tekur ákvörðun um að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi.
Vinnslutillaga nær til Vesturlandsvegar og veghelgunarsvæðis frá gatnamótum við Skarhólabraut að gatnamótum við Reykjaveg. Lengd skipulagssvæðis er tæplega 2,5 km.
Megin viðfangsefni vinnslutillögu er afmörkun nýrrar legu Vesturlandsvegar með tvær akreinar í hvora átt með miðdeili og núverandi tengingar. Afmörkun undirganga og brúa, veghelgunarsvæði fyrir möguleg mislæg gatnamót og göngu- og hjólastíga með fram Vesturlandsvegi.
Vinnslutillaga og drög að umhverfisskýrslu munu liggja frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á vef bæjarins.
Athugasemdir og ábendingar varðandi vinnslutillögu skulu berast skriflega og má skila þeim til skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs. Æskilegt er að þær berist fyrir 22. desember 2018.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is
Tengt efni
Afnotareitir í Leirvogstunguhverfi samþykktir
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2023 að heimila leigu afnotareita í Leirvogstunguhverfi í samræmi við samþykkt skipulag.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.