Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. desember 2018

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að vinna deili­skipu­lag fyr­ir Vest­ur­landsveg inn­an Mos­fells­bæj­ar, frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi. Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar vinnslu­til­lögu deili­skipu­lags Vest­ur­lands­veg­ar

Kynn­ing á vinnslu­til­lögu: Deili­skipu­lag Vest­ur­lands­veg­ar, frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi, í Mos­fells­bæ.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að vinna deili­skipu­lag fyr­ir Vest­ur­landsveg inn­an Mos­fells­bæj­ar, frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi. Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar vinnslu­til­lögu deili­skipu­lags Vest­ur­lands­veg­ar. Vinnslu­til­laga og drög að um­hverf­is­skýrslu eru kynnt fyr­ir íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um áður en bæj­ar­stjórn tek­ur ákvörð­un um að aug­lýsa til­lögu að nýju deili­skipu­lagi.

Vinnslu­til­laga nær til Vest­ur­lands­veg­ar og veg­helg­un­ar­svæð­is frá gatna­mót­um við Skar­hóla­braut að gatna­mót­um við Reykja­veg. Lengd skipu­lags­svæð­is er tæp­lega 2,5 km.

Meg­in við­fangs­efni vinnslu­til­lögu er af­mörk­un nýrr­ar legu Vest­ur­lands­veg­ar með tvær ak­rein­ar í hvora átt með mið­deili og nú­ver­andi teng­ing­ar. Af­mörk­un und­ir­ganga og brúa, veg­helg­un­ar­svæði fyr­ir mögu­leg mis­læg gatna­mót og göngu- og hjóla­stíga með fram Vest­ur­lands­vegi.

Vinnslu­til­laga og drög að um­hverf­is­skýrslu munu liggja frammi í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar á 2. hæð Þver­holts 2, 270 Mos­fells­bæ og á vef bæj­ar­ins.

At­huga­semd­ir og ábend­ing­ar varð­andi vinnslu­til­lögu skulu berast skrif­lega og má skila þeim til skipu­lags­full­trúa Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs. Æski­legt er að þær ber­ist fyr­ir 22. des­em­ber 2018.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
olaf­urm@mos.is

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00