Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga deiliskipulags nær yfir landbúnaðarland að Helgadalsvegi 60 L229080, utan þéttbýlisins suður af Mosfellsdal. Landið er skilgreind sem „landbúnaðarsvæði“ 222-L í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Deiliskipulagið sýnir tvo byggingarreiti, heimilt verður að byggja íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu. Byggingarheimild er fyrir 1.100 fermetrum en ekki er krafa um nýtingarhlutfall á landbúnaðarsvæðum skv. aðalskipulagi. Landið er um 4,9 ha. að stærð og er aðkoma þess um Helgadalsveg 4345.
Tillagan verður til sýnis á á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þeir sem vilja get kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og senda skal þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 17. desember 2020 til og með 8. febrúar 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
17. desember 2020
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: