Kynning á deiliskipulagslýsingu: Dalsgarður Mosfellsbæ, deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Dalsgarður Mosfellsbæ, deiliskipulag
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar Dalsgarð lnr. 123627, gróðrastöðina Dalsgarð lnr. 123628, og Víðigerði lnr. 125133. Á svæðinu eru allnokkrar byggingar m.a. gróðurhús til ylræktar sem stunduð er þar, íbúðarhús og geymsluhúsnæði. Í aðalskipulagi eru lóðirnar skilgreindar fyrir blandaða landnotkun, 214-Íb/L.
Megin viðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er að skipuleggja og móta byggð á svæðinu, skýra lóðamörk og aðkomu, setja skilmála fyrir hæðir húsa, skýra landnotkun og nýtingarhlutfall.
Í deiliskipulagslýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og
fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband
við skipulagsfulltrúa.
Deiliskipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og á heimasíðu bæjarins á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuversins eða til undirritaðs fyrir 9. september 2019.
17. ágúst 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.