Í tilefni af afmæli Listaskólans verða flutt lög úr söngleikjum í Bæjarleikhúsinu að Þverholti laugardaginn 5. mars.
Flytjendur eru úr Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Tónlistardeildinni og Leikfélagi Mosfellssveitar. Nemendur úr Myndlistarskóla Mosfellsbæjar skreyta húsið með ævintýrablómum. Leikstjóri er Agnes Wild. Sýningar verða kl. 14:00 og 17:00 og eru öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis.
Listaskólinn og Myndlistaskólinn bjóða heim
Sama dag verður opið hús í Listaskóla Mosfellsbæjar að Háholti 14 eins og undanfarin ár frá kl. 11:00 – 13:00. Boðið upp á lifandi tónlist í öllum stofum, myndlist á veggjum og glóðvolgar vöfflur í setustofunni.
Myndlistarskólinn að Álafossvegi 13 býður einnig heim og er með opið hús frá kl. 11:00 – 14:00.
Myndlistasýning í Listasal Mosfellsbæjar
Myndlistarskólinn opnar sýningu á verkum framhaldshóps í olíumálun í Listasalnum á Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 5. mars kl. 15:00.
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.
Dagur Listaskólans 2. mars 2024
Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars og er opið hús hjá tónlistardeild, Skólahljómsveit og Leikfélagi Mosfellssveitar.