Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. mars 2016

Í til­efni af af­mæli Lista­skól­ans verða flutt lög úr söng­leikj­um í Bæj­ar­leik­hús­inu að Þver­holti laug­ar­dag­inn 5. mars.

Flytj­end­ur eru úr Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar, Tón­list­ar­deild­inni og Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar. Nem­end­ur úr Mynd­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar skreyta hús­ið með æv­in­týra­blóm­um. Leik­stjóri er Agnes Wild. Sýn­ing­ar verða kl. 14:00 og 17:00 og eru öll hjart­an­lega vel­komin. Að­gang­ur er ókeyp­is.

Lista­skól­inn og Mynd­lista­skól­inn bjóða heim

Sama dag verð­ur opið hús í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar að Há­holti 14 eins og und­an­farin ár frá kl. 11:00 – 13:00. Boð­ið upp á lif­andi tónlist í öll­um stof­um, mynd­list á veggj­um og glóð­volg­ar vöffl­ur í setu­stof­unni.

Mynd­list­ar­skól­inn að Ála­foss­vegi 13 býð­ur einn­ig heim og er með opið hús frá kl. 11:00 – 14:00.

Mynd­lista­sýn­ing í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar

Mynd­list­ar­skól­inn opn­ar sýn­ingu á verk­um fram­halds­hóps í ol­íu­málun í Lista­saln­um á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar laug­ar­dag­inn 5. mars kl. 15:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00