Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars og er opið hús hjá tónlistardeild, Skólahljómsveit og Leikfélagi Mosfellssveitar.
Gestum er boðið að koma og kynna sér starfsemi Listaskólans og þess sem í boði er á sviði listnáms í Mosfellsbæ:
- Tónlistardeild: Háholti 14 á 3. hæð frá kl. 11:00 – 13:00
- Skólahljómsveit: Hátíðarsal Varmárskóla frá kl. 10:00 – 12:00
- Leikfélagi Mosfellssveitar: Bæjarleikhúsinu frá kl. 11:00 – 12:00
- Myndlistarskólinn: sýnir myndverk á göngum Listaskólans Háholti 14 frá kl. 11:00 – 13:00
Listaskóli Mosfellsbæjar er skapandi og fjölbreyttur vettvangur listnáms og menningar þar sem tónlist, myndlist og leiklist eru í forgrunni. Í tónlistardeildinni er forskóli og kennt á öll helstu hljóðfæri auk þess sem Skólahljómsveitin er lúðrasveit sem býður upp á nám á blásturshljóðfæri þar sem allir nemendur taka þátt í hljómsveitarstarfi. Með áherslu á samþættingu listgreina og samstarf við aðra skóla bæjarins, skapar Listaskólinn einstakt umhverfi fyrir ungt listafólk til að þróa hæfileika sína.
Listaskóli Mosfellsbæjar er staðurinn þar sem framtíðarlistamenn finna rödd sína og blómstra í fjölbreyttri og örvandi menningu og við hvetjum íbúa til að kynna sér starf Listaskólans og möguleikana sem skólinn býður uppá.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar