Laugardaginn 2. mars verður opið hús Listaskólanum í Háholti 14 frá kl. 11.00 – 13.00.
Þar verður boðið upp á lifandi tónlist í öllum stofum, myndlist á veggjum og glóðvolgar vöfflur í setustofunni.
Leikfélag Mosfellssveitar býður gestum og gangandi að koma í Bæjarleikhúsið og fylgjast með opinni æfingu og þiggja kaffiveitingar frá kl. 13:30 en um þessar mundir er verði að æfa leikverkið Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur.
Nemendur í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar verður með skemmtilega uppákomu þar sem þau bjóða foreldrum barna í Skólahljómsveitinni að koma milli kl. 10:00 – 12:00 með hljóðfæri nemenda og fá þau grunnkennslu eftir hljóðfærahópum. Svo kl. 11:30 spila allir saman.
Myndlistaskólinn opnar sýningu á verkum nemenda sinna á veggjum Listaskólans í Háholti 14.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.