Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2019

Laug­ar­dag­inn 2. mars verð­ur opið hús Lista­skól­an­um í Há­holti 14 frá kl. 11.00 – 13.00.

Þar verð­ur boð­ið upp á lif­andi tónlist í öll­um stof­um, mynd­list á veggj­um og glóð­volg­ar vöffl­ur í setu­stof­unni.

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar býð­ur gest­um og gang­andi að koma í Bæj­ar­leik­hús­ið og fylgjast með op­inni æf­ingu og þiggja kaffi­veit­ing­ar frá kl. 13:30 en um þess­ar mund­ir er verði að æfa leik­verk­ið Blúnd­ur og blá­sýra eft­ir Joseph Kesselr­ing í leik­stjórn Guðnýj­ar Maríu Jóns­dótt­ur.

Nem­end­ur í Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar verð­ur með skemmti­lega uppá­komu þar sem þau bjóða for­eldr­um barna í Skóla­hljóm­sveit­inni að koma milli kl. 10:00 – 12:00 með hljóð­færi nem­enda og fá þau grunn­kennslu eft­ir hljóð­færa­hóp­um. Svo kl. 11:30 spila all­ir sam­an.

Mynd­lista­skól­inn opn­ar sýn­ingu á verk­um nem­enda sinna á veggj­um Lista­skól­ans í Há­holti 14.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00