Á þessum degi fyrir 75 árum voru fyrstu samtök leikskólakennara stofnuð og hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur í leikskólum um allt land eftir það til að minna á það mikilvæga, góða og faglega starf sem unnið er í leikskólunum.
Í ár varð dagurinn ólíkur því sem við höfðum áætlað vegna veðurs en það er þá hægt að gleðjast í leikskólunum okkar á morgun eða eftir helgina.
Við viljum færa öllu starfsfólki leikskóla Mosfellsbæjar hamingjuóskir í tilefni dagsins og innilegar þakkir fyrir að hugsa svo vel um okkar yngstu þegna.