Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í tíunda sinn þann 6. febrúar 2017.
Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.
Leikskólar í Mosfellsbæ mun halda daginn hátíðlegan með margvíslegum hætti og hver á sinn hátt. Meðal þess sem verður gert, umfram það sem gera er daglega í leikskólum bæjarins, er að börnin fara og syngja á opinberum stöðum, halda myndlistasýningar, hafa íþróttafjör, kaffiveitingar fyrir foreldra og fleira og fleira.
Foreldrar og aðrir eru hvattir til að staldra við í leikskólunum og taka þátt í starfinu eftir því sem hægt er og kynnast því enn frekar.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.