Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. febrúar 2024

Dag­ur leik­skól­ans er í dag þriðju­dag­inn 6. fe­brú­ar.

Það var á þess­um degi árið 1950 sem fyrstu sam­tök leik­skóla­kenn­ara voru stofn­uð og hef­ur dag­ur­inn ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur á leik­skól­um um allt land eft­ir það til að minna á það mik­il­væga og góða starf sem leik­skól­arn­ir vinna.

Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar í Mos­fells­bæ er í hópi fjöl­breyttra leik­skóla á Ís­landi sem starfa eft­ir hug­mynda­fræði Lor­is Malag­uzzi sem kennd er við borg­ina Regg­io Em­ilia á norð­ur Ítalíu. Skól­inn sæk­ir inn­blást­ur sinn þang­að, hef­ur starfað eft­ir hug­mynda­fræð­inni frá upp­hafi og er stöð­ugt að dýpka þekk­ingu sína og nálg­un á henni.

Haft hef­ur ver­ið eft­ir Malag­uzzi að börn fæð­ist með 100 mál en 99 þeirra séu frá þeim tekin.  Hug­mynda­fræð­in legg­ur sér­staka áherslu á ferli sköp­un­ar og að börn­in séu virk­ir þátt­tak­end­ur í námi sínu og leik.  Einn­ig eru lýð­ræð­is­hug­sjón­ir samofn­ar hug­mynda­fræð­inni og flétt­ast þær því inn í allt starf leik­skól­ans.

Regg­io hug­mynda­fræð­in fell­ur vel að Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar og dreg­ur fram vöxt, fjöl­breytni og sam­vinnu leik­skóla­barna. Mos­fells­bær hef­ur lát­ið út­búa mynd­bönd sem end­ur­spegla mennta­stefn­una og þeirra á með­al er mynd­band sem gef­ur sýn inn í starf­sem­ina á Hlað­hömr­um. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri heim­sótti Hlað­hamra í dag í til­efni dags leik­skól­ans og var mynd­band­ið frum­sýnt við það til­efni.

Til ham­ingju með dag leik­skól­ans leik­skól­ar Mos­fells­bæj­ar og leik­skól­ar um land allt.


Á efstu mynd­inni má sjá Gunn­hildi Sæ­munds­dótt­ur sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Þrúði Hjelm leið­toga mál­efna leik­skóla og Svein­björg Dav­íðs­dótt­ir leik­skóla­stjóra Hlað­hamra.

1) Katrín Ösp Hall­dórs­dótt­ir deild­ar­stjóri, Dóra Guð­rún Wild deild­ar­stjóri, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Svein­björg Dav­íðs­dótt­ir leik­skóla­stjóri.
2 - 5) Mynd­ir frá Hlað­hömr­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00