Það var á þessum degi árið 1950 sem fyrstu samtök leikskólakennara voru stofnuð og hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á leikskólum um allt land eftir það til að minna á það mikilvæga og góða starf sem leikskólarnir vinna.
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ er í hópi fjölbreyttra leikskóla á Íslandi sem starfa eftir hugmyndafræði Loris Malaguzzi sem kennd er við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Skólinn sækir innblástur sinn þangað, hefur starfað eftir hugmyndafræðinni frá upphafi og er stöðugt að dýpka þekkingu sína og nálgun á henni.
Haft hefur verið eftir Malaguzzi að börn fæðist með 100 mál en 99 þeirra séu frá þeim tekin. Hugmyndafræðin leggur sérstaka áherslu á ferli sköpunar og að börnin séu virkir þátttakendur í námi sínu og leik. Einnig eru lýðræðishugsjónir samofnar hugmyndafræðinni og fléttast þær því inn í allt starf leikskólans.
Reggio hugmyndafræðin fellur vel að Menntastefnu Mosfellsbæjar og dregur fram vöxt, fjölbreytni og samvinnu leikskólabarna. Mosfellsbær hefur látið útbúa myndbönd sem endurspegla menntastefnuna og þeirra á meðal er myndband sem gefur sýn inn í starfsemina á Hlaðhömrum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri heimsótti Hlaðhamra í dag í tilefni dags leikskólans og var myndbandið frumsýnt við það tilefni.
Til hamingju með dag leikskólans leikskólar Mosfellsbæjar og leikskólar um land allt.
Á efstu myndinni má sjá Gunnhildi Sæmundsdóttur sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs, Þrúði Hjelm leiðtoga málefna leikskóla og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóra Hlaðhamra.
1) Katrín Ösp Halldórsdóttir deildarstjóri, Dóra Guðrún Wild deildarstjóri, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri.
2 - 5) Myndir frá Hlaðhömrum.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.