Um áramótin tók Mosfellsbær í notkun Völu leikskólakerfi og smáforritið (appið) Völu með það að markmiði að einfalda umsóknarferlið, gera upplýsingaflæði skilvirkara og gagnvirkara milli leikskóla og foreldra og auka heildaryfirsýn svo eitthvað sé nefnt.
Með tilkomu Völu leikskóla er Mosfellsbær kominn með sama kerfi fyrir leikskóla, mötuneyti grunnskóla, vetrar- og sumarfrístund og vinnuskólann.
Smáforritið (appið) Vala er hugsað fyrir dagleg samskipti og þar geta forráðamenn séð tilkynningar, fréttir, skilaboð, matseðla og viðburðadagatal leikskólans.
„Með tilkomu appsins eru forráðamenn komnir með allar upplýsingar á einn stað. Hjá okkur í Krikaskóla gekk innleiðingin vonum framar og við höfum átt gott samstarf við foreldra í ferlinu.“
Rósa Steinþórsdóttir ritari í Krikaskóla og Viktoría Unnur Viktorsdóttir skólastjóri
Á sama tíma hafa vefsíður leikskóla verið uppfærðar og samræmdar og þá stendur yfir vinna við að uppfæra og samræma einnig vefi grunnskólanna og eru þar á meðal samþættir leik- og grunnskólar.
Innleiðingin er eitt af stafrænum verkefnum sem Mosfellsbær vinnur að þar sem markmiðið er notendavæn og aðgengileg þjónusta fyrir íbúa.
Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Viktoría Unnur skólastjóri Krikaskóla og Rósa ritari Krikaskóla.
Tengt efni
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.