Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. febrúar 2024

Um ára­mót­in tók Mos­fells­bær í notk­un Völu leik­skóla­kerfi og smá­for­rit­ið (app­ið) Völu með það að mark­miði að ein­falda um­sókn­ar­ferl­ið, gera upp­lýs­ingaflæði skil­virk­ara og gagn­virk­ara milli leik­skóla og for­eldra og auka heild­ar­y­f­ir­sýn svo eitt­hvað sé nefnt.

Með til­komu Völu leik­skóla er Mos­fells­bær kom­inn með sama kerfi fyr­ir leik­skóla, mötu­neyti grunn­skóla, vetr­ar- og sum­ar­frístund og vinnu­skól­ann.

Smá­for­rit­ið (app­ið) Vala er hugsað fyr­ir dag­leg sam­skipti og þar geta for­ráða­menn séð til­kynn­ing­ar, frétt­ir, skila­boð, mat­seðla og við­burða­da­gatal leik­skól­ans.

„Með til­komu apps­ins eru for­ráða­menn komn­ir með all­ar upp­lýs­ing­ar á einn stað. Hjá okk­ur í Krika­skóla gekk inn­leið­ing­in von­um fram­ar og við höf­um átt gott sam­st­arf við for­eldra í ferl­inu.“

Rósa Stein­þórs­dótt­ir rit­ari í Krika­skóla og Vikt­oría Unn­ur Vikt­ors­dótt­ir skóla­stjóri

Á sama tíma hafa vef­síð­ur leik­skóla ver­ið upp­færð­ar og sam­ræmd­ar og þá stend­ur yfir vinna við að upp­færa og sam­ræma einn­ig vefi grunn­skól­anna og eru þar á með­al sam­þætt­ir leik- og grunn­skól­ar.

Inn­leið­ing­in er eitt af sta­f­ræn­um verk­efn­um sem Mos­fells­bær vinn­ur að þar sem mark­mið­ið er not­enda­væn og að­gengi­leg þjón­usta fyr­ir íbúa.


Á mynd­inni eru frá vinstri til hægri: Vikt­oría Unn­ur skóla­stjóri Krika­skóla og Rósa rit­ari Krika­skóla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00