Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. október 2021

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 2.000 manns, grímu­skyldu verð­ur aflétt, opn­un­ar­tími veit­inga­staða lengd­ur um klukku­st­und og skrán­ing­ar­skyldu gesta aflétt. Regla um nánd­ar­mörk verð­ur áfram 1 metri.

Þetta er meg­in­inn­tak breyt­inga á reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir sem tek­ur gildi 20. októ­ber sam­kvæmt ákvörð­un heil­brigð­is­ráð­herra. Stefnt er að fullri aflétt­ingu sam­komutak­mark­ana inn­an­lands frá og með 18. nóv­em­ber.

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti áform­að­ar breyt­ing­ar á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un. Byggt er á með­fylgj­andi minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra þar sem til­greind­ir eru þrír val­kost­ir aflétt­inga á sótt­varna­ráð­stöf­un­um inn­an­lands, þ.e. full aflétt­ing allra sótt­varna­að­gerða, aflétt­ing að hluta eða óbreytt­ar að­gerð­ir.

Breyt­ing­ar frá og með 20. októ­ber:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir 2.000 manns í stað 500.
  • Nánd­ar­regla óbreytt 1 metri, með sömu und­an­tekn­ing­um og ver­ið hafa, s.s. á sitj­andi við­burð­um og þjón­ustu sem krefst mik­ill­ar nánd­ar.
  • Með notk­un hrað­prófa má víkja frá fjölda­tak­mörk­un­um og nánd­ar­reglu.
  • Grímu­skyldu aflétt að frá­töld­um sér­stök­um regl­um á heil­brigð­is­stofn­un­um.
  • Skrán­ing­ar­skyldu á við­burð­um og veit­inga­hús­um aflétt.
  • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða þar sem heim­il­að­ar eru áfeng­isveit­ing­ar lengd­ur um klukku­st­und, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyr­ir kl. 02:00.

Full aflétt­ing áform­uð 18. nóv­em­ber

Stefnt er að fullri aflétt­ingu allra sam­komutak­mark­ana inn­an­lands frá og með 18. nóv­em­ber, með fyr­ir­vara um að far­ald­ur­inn þró­ist ekki veru­lega á verri veg, svo sem vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar inn­lagna á spít­ala vegna Covid-19 sem heil­brigðis­kerf­ið ræð­ur ekki við. Áfram verði beitt sýna­töku, ein­angr­un, smitrakn­ingu og sótt­kví en þessi at­riði verði þó end­ur­skoð­uð í sam­ráði við sótt­varna­lækni.

For­send­ur breyt­inga

Í minn­is­blaði for­sæt­is­ráð­herra og heil­brigð­is­ráð­herra til rík­is­stjórn­ar, dags. 12. októ­ber 2021, var reif­uð fram­kvæmd svo­kall­aðr­ar temprun­ar­leið­ar og horf­ur framund­an í far­aldr­in­um. Þar kom með­al ann­ars fram að leið temprun­ar, sem farin hef­ur ver­ið í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins, ætti ekki að standa leng­ur en í tak­mark­að­an tíma nema al­var­leg­ar breyt­ing­ar yrðu á eðli far­ald­urs­ins. Þeg­ar öll­um tak­mörk­un­um var aflétt í sum­ar fjölg­aði smit­um um­tals­vert og álag á heil­brigðis­kerf­ið jókst. Síð­an hef­ur bólu­setn­ing­ar­staða hér á landi styrkst, m.a. með bólu­setn­ingu barna 12 til 15 ára, örvun­ar­skammti fyr­ir við­kvæma hópa og við­bót­ar­skammti fyr­ir ein­stak­linga sem fengu bólu­efni Jans­sen. Þá sýndi sig að ráð­staf­an­ir sem grip­ið var til 25. júlí sl. með 200 manna fjölda­tak­mörk­un­um, ná­lægð­ar­tak­mörk­un­um, grímu­skyldu og tak­mörk­uð­um opn­un­ar­tíma veit­inga­staða gáf­ust vel til að tempra út­breiðslu smita. Hæg­fara aflétt­ing­ar þess­ara tak­mark­ana hafa ekki enn vald­ið aukn­um inn­lögn­um á spít­ala þótt fjöldi smita sé nokk­uð stöð­ug­ur, eins og rak­ið er í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is. Stór hluti smit­anna er með­al barna sem þurfa miklu síð­ur á inn­lögn að halda vegna Covid-19.

Ráð­herra og sótt­varna­yf­ir­völd­um er sam­kvæmt sótt­varna­lög­um skylt að leit­ast í sí­fellu við að aflétta gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­un­um í sam­ræmi við þró­un far­ald­urs­ins og breytt hættumat eft­ir því sem ónæmi efl­ist í sam­fé­lag­inu. Byggt skal á við­ur­kenndri lækn­is­fræði­legri þekk­ingu á smit­sjúk­dóm­um og far­alds­fræði þeirra. Til að að­gerð­ir nái ávallt þeim ár­angri sem að er stefnt, og gangi ekki lengra en þörf er á skal ávallt byggt á nýj­ustu þekk­ingu á þeim smit­sjúk­dóm­um sem við er að fást hverju sinni. Á þessu byggjast þær ákvarð­an­ir ráð­herra um breyt­ing­ar á sótt­varna­ráð­stöf­un­um sem hér hafa ver­ið rakt­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00