Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2021

Fjölda­tak­mörk hækka í 150 manns og slakað verð­ur á grímu­skyldu og tveggja metra regl­unni.

Tak­mörk­un­um á gesta­fjölda sund- og bað­staða, skíða- og tjald­svæða og safna verð­ur aflétt og sömu­leið­is á lík­ams­rækt­ar­stöðv­um nema hvar þar mega að há­marki vera 150 manns í hverju rými. Há­marks­fjöldi áhorf­enda eða gesta á sitj­andi við­burð­um fer úr 150 í 300 manns í hverju sótt­varna­hólfi og veit­inga­sala í hléi verð­ur heim­il. Veit­inga­stöð­um verð­ur kleift að lengja af­greiðslu­tíma sinn til kl. 23. Í versl­un­um verð­ur grímu­skylda af­numin og regla um 200 manna há­marks­fjölda við­skipta­vina fell­ur úr gildi.

Þetta er meg­in­inn­tak til­slak­ana á sótt­varna­ráð­stöf­un­um sem taka gildi frá og með 25. maí næst­kom­andi sam­kvæmt ákvörð­un heil­brigð­is­ráð­herra og í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Reglu­gerð um þess­ar breyt­ing­ar gild­ir til 16. júní.

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra þótt fá smit hafi greinst und­an­far­ið sé ekki búið að upp­ræta kór­óna­veiruna úr sam­fé­lag­inu. Því þurfi að fara var­lega í aflétt­ing­ar þar til bólu­setn­ing verð­ur orð­in al­menn­ari þann­ig að um 60–70% þjóð­ar­inn­ar (um 220.000 manns) hafi feng­ið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyr­ir að það markmið ná­ist síð­ari hlut­ann í júní.

Helstu breyt­ing­ar sem taka gildi 25. maí:

Hér eru rakt­ar helstu breyt­ing­arn­ar sem taka gildi 25. maí. At­hygli er vakin á því að nú­gild­andi regl­ur um skrán­ingu gesta og við­skipta­vina gilda áfram óbreytt­ar.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram und­an­þeg­in.

Nánd­ar­regla: Tveggja metra nánd­ar­mörk verða áfram meg­in­regla nema á veit­inga­stöð­um, sitj­andi við­burð­um, í skólastarfi og á sund- og bað­stöð­um þar sem nánd­ar­mörkin verða einn metri.

Grímu­skylda: Létt verð­ur á grímu­skyldu og hún fell­ur m.a. nið­ur í versl­un­um og á vinnu­stöð­um. Ein­ung­is er gerð krafa um grímu á sitj­andi við­burð­um, s.s. leik­sýn­ing­um, bíó­sýn­ing­um, í kirkju­at­höfn­um á íþrótta­við­burð­um og við­líka. Einn­ig er skylt að bera grímu vegna þjón­ustu sem krefst mik­ill­ar nánd­ar, t.d. á hár­greiðslu­stof­um, nudd­stof­um og við sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur. Heil­brigð­is­stofn­an­ir geta gert rík­ari kröf­ur um grímu­notk­un.

Sund- og bað­stað­ir, tjald­stæði, skíða­svæði og söfn mega opna fyr­ir leyfi­leg­an há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi í stað kröfu um 75% áður.

Lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar mega opna mið­að við leyfi­leg­an há­marks­fjölda gesta, í stað 75%, en þó þann­ig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými.

Sitj­andi við­burð­ir: Há­marks­fjöldi áhorf­enda fer úr 150 í 300 manns í hverju sótt­varna­hólfi. Veit­ing­ar, þ.m.t. vín­veit­ing­ar heim­il­ar í hléi. Hér gild­ir grímu­skylda.

Versl­an­ir: Eng­inn há­marks­fjöldi verð­ur á við­skipta­vin­um í versl­un­um í stað 200 manns. Áfram verð­ur þó regla um fjölda við­skipta­vina á fer­metra.

Veit­inga­stað­ir: Opn­un­ar­tími veit­inga­staða leng­ist um klukku­st­und, frá kl. 22 til kl. 23. Gest­ir þurfa að hafa yf­ir­gef­ið stað­inn fyr­ir mið­nætti.

Skólast­arf: Reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skólastarfi fell­ur brott. Þess í stað gilda um skólast­arf al­menn­ar regl­ur um sam­komutak­mark­an­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00