Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2021

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur sam­þykkt til­lög­ur sótt­varna­lækn­is sem fela í sér var­færn­ar til­slak­an­ir á sam­komutak­mörk­un­um frá 8. fe­brú­ar.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða áfram 20 manns en með rýmri und­an­tekn­ing­um en hing­að til. Regl­ur um 2 metra ná­lægð­ar­mörk og grímu­skyldu verða óbreytt­ar. Heim­ilt verð­ur að opna að nýju skemmti­staði, krár, spila­sali og spila­kassa að upp­fyllt­um skil­yrð­um. Fjölda­tak­mörk gesta í sviðslist­um verða aukin úr 100 í 150 manns og trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um verð­ur heim­ilt að halda at­hafn­ir, þar með tald­ar út­far­ir, með 150 manns að há­marki. Há­marks­fjöldi við­skipta­vina í versl­un­um verð­ur 150 manns með hlið­sjón af fer­metra­fjölda og sama gild­ir um gesti á söfn­um. Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar mega opna bún­ings­að­stöðu að nýju og æf­ing­ar í tækja­sal verða heim­il­að­ar með skil­yrð­um. Ný reglu­gerð sem kveð­ur á um þess­ar til­slak­an­ir gild­ir til og með 3. mars næst­kom­andi.

Að óbreyttu var mið­að við að sam­komutak­mörk­un­um yrði ekki breytt fyrr en 18. fe­brú­ar sam­kvæmt reglu­gerð. Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að þar sem COVID-19 far­ald­ur­inn hafi ver­ið í mik­illi rén­un hér á landi telji hann rétt­læt­an­legt að ráð­ast í til­slak­an­ir fyrr en áform­að var. Hann legg­ur þó áherslu á að var­lega sé far­ið þar til bólu­setn­ing gegn COVID-19 hafi náð meiri út­breiðslu með­al lands­manna.

Veit­inga­stað­ir þar sem áfeng­isveit­ing­ar eru leyfð­ar, þar með talin veit­inga­hús, kaffi­hús, krár og skemmti­stað­ir, skulu ekki hafa opið leng­ur en til kl. 22.00. Sama gild­ir um spila­sali og spila­kassa. Veit­ing­ar skulu að­eins af­greidd­ar gest­um í sæti. Ekki er heim­ilt að hleypa inn nýj­um gest­um eft­ir kl. 21.00.

Und­an­tekn­ing­ar frá 20 manna fjölda­tak­mörk­un­um

Eft­ir­tald­ar und­an­tekn­ing­ar eru frá 20 manna fjölda­tak­mörk­un­um en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra ná­lægð­ar­tak­mörk og grímu­skylda. Fjölda­tak­mörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síð­ar þar sem þau eru und­an­þeg­in ákvæð­um um fjölda­tak­mörk, ná­lægð­ar­mörk og grímu­skyldu.

Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög: Við all­ar at­hafn­ir mega vera 150 full­orðn­ir ein­stak­ling­ar.

Versl­an­ir: Heim­ilt verð­ur að taka við 150 við­skipta­vin­um að há­marki í hverju rými sem upp­fyll­ir skil­yrði um fjölda fer­metra.

Söfn: Heim­ilt er að taka á móti 150 gest­um að há­marki í hverju rými sem upp­fyll­ir skil­yrði um fjölda fer­metra.

Sviðslist­ir: Heim­ilt er að taka á móti 150 gest­um í sæti.

Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar mega opna bún­ings­að­stöðu að nýju og æf­ing­ar í tækja­sal verða heim­il­að­ar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátt­töku sína fyr­ir­fram. Leyfi­leg­ur há­marks­fjöldi gesta nem­ur helm­ingi af þeim fjölda sem kveð­ið er á um í starfs­leyfi. All­ur bún­að­ur skal sótt­hreins­að­ur eft­ir notk­un og tryggja skal að ein­stak­ling­ar fari ekki á milli rýma.

Hug­ar­leik­ir: Regl­ur sem gilt hafa um íþróttaæf­ing­ar og keppn­ir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sam­bæri­lega hug­ar­leiki.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00