Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. janúar 2022

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 50 manns, nánd­ar­regla verð­ur 1 metri, krár og skemmti­stað­ir mega opna að nýju og opn­un­ar­tími þeirra og ann­arra veit­inga­staða verð­ur lengd­ur um tvær klukku­stund­ir.

Heim­ilt verð­ur að halda sitj­andi við­burði fyr­ir 500 manns að upp­fyllt­um ákveðn­um skil­yrð­um. Tak­mark­an­ir í skól­um verða að mestu óbreytt­ar. Þetta er meg­in­inn­tak breyt­inga á reglu­gerð um sam­komutak­mark­an­ir sem tek­ur gildi 29. janú­ar sam­kvæmt ákvörð­un heil­brigði­ráð­herra.

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti áform­að­ar breyt­ing­ar á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un. Byggt er á með­fylgj­andi minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því er jafn­framt að finna drög að aflétt­ingaráætlun til næstu sex vikna.

Breyt­ing­ar frá og með 29. janú­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
  • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
  • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar og skíða­svæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
  • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfð­ir á ný.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orð­ið 500 manns.
  • Skemmti­stöð­um, krám, spila­stöð­um og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
  • Veit­inga­stöð­um, þ.m.t. krám og skemmti­stöð­um, verði heim­ilt að hleypa nýj­um við­skipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa stað­ina kl. 00.00.
  • Á sitj­andi við­burð­um verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, við­halda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra að­ila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hrað­próf­um.
  • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þann­ig að þær verði að­lag­að­ar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
  • Reglu­gerð­in gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

Ráð­herra vék lít­il­lega frá til­lög­um sótt­varna­lækn­is, þ.e. með því að láta nýju regl­urn­ar taka gildi fyrr, lengja opn­un­ar­tíma veit­inga­staða um tvær klukku­stund­ir í stað einn­ar og hækka há­marks­fjölda í versl­un­um.

Drög að aflétt­ingaráætlun og for­send­ur henn­ar

Í minn­is­blaði sínu legg­ur sótt­varna­lækn­ir fram áætlun að aflétt­ingu op­in­berra sótt­varna­að­gerða sem hann tel­ur rétt að gera í skref­um. Sótt­varna­lækn­ir árétt­ar að með­an á aflétt­ing­um stend­ur megi bú­ast við að sam­fé­lags­smit­um muni fjölga tíma­bund­ið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veikist al­var­lega fjölgi en jafn­framt geti starf­semi mar­gra fyr­ir­tækja raskast vegna veik­inda starfs­manna. Neyð­ar­ástand geti því skap­ast á mörg­um vinnu­stöð­um sem krefj­ist sér­stakra úr­ræða og fyr­ir­tæki þurfi að vera und­ir það búin að starfa í ein­hvern tíma með skertu vinnu­afli. Mik­il­vægt sé að hafa í huga að far­aldr­in­um ljúki ekki hér á landi fyrr en gott sam­fé­lags­legt ónæmi hafi skap­ast, sem gæti náðst eft­ir tæpa tvo mán­uði. Sótt­varna­lækn­ir tel­ur, að þessu framan­röktu, skyn­sam­legt að miða við að um miðj­an mars 2022 verði öll­um tak­mörk­un­um aflétt svo fremi sem nú­ver­andi for­send­ur haldi, þ.e. ekki komi upp ný af­brigði veirunn­ar og aukn­ing verði ekki á al­var­leg­um veik­ind­um sem valdi of miklu álagi á heil­brigðis­kerf­ið eða of mik­il veik­inda­for­föll starfs­manna verði í ýms­um fyr­ir­tækj­um sem skapi neyð­ar­ástand.

Heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­in munu hafa aflétt­ingaráætl­un­ina til hlið­sjón­ar vegna næstu aflétt­inga og verð­ur stað­an met­in reglu­lega, einkum álag á heil­brigðis­kerf­ið, og verð­ur brugð­ist við í sam­ræmi við stöð­una. Það get­ur þýtt að ráð­ist verði fyrr í aflétt­ing­ar en áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir eða þeim frestað ef for­send­ur breyt­ast, svo sem vegna nýrra af­brigða veirunn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00