Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. ágúst 2021

Fjölda­tak­mark­an­ir mið­ast áfram við 200 manns og regl­ur um 1 metra ná­lægð­ar­mörk og grímu­skyldu verða óbreytt­ar.

Aft­ur á móti verð­ur sund- og bað­stöð­um, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um heim­ilt að taka á móti leyfð­um há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi, eins metra regla felld nið­ur með­al áhorf­enda á íþrótta­við­burð­um og í sviðslist­um, auk fleiri til­slak­ana sem nán­ar eru rakt­ar hér að neð­an. Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti þess­ar breyt­ing­ar á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un og eru þær í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Reglu­gerð þessa efn­is tek­ur gildi 28. ág­úst og gild­ir til 17. sept­em­ber.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is kem­ur með­al ann­ars fram að frá því að gild­andi reglu­gerð tók gildi 25. júlí 2021 hafi far­ald­ur Covid-19 ver­ið á hægri nið­ur­leið hér á landi. Einn­ig hafi kom­ið í ljós að áhætt­an á smiti hjá óbólu­sett­um sé tvö­föld mið­að við áhætt­una hjá bólu­sett­um og þá sé áhætt­an á inn­lögn á sjúkra­hús fjór­föld hjá óbólu­sett­um mið­að við bólu­setta og sex­föld þeg­ar inn­lögn á gjör­gæslu­deild sé skoð­uð. Þann­ig megi full­yrða að út­breidd bólu­setn­ing hér á landi hafi kom­ið í veg fyr­ir smit en sér­stak­lega hindrað al­var­leg­ar af­leið­ing­ar COVID-19. Sótt­varna­lækn­ir bend­ir á að út­breiðsla far­ald­urs­ins inn­an­lands í kjöl­far þess að öll­um tak­mörk­un­um inn­an­lands var aflétt í byrj­un júlí hafi ver­ið hröð og því telji hann mik­il­vægt að fara var­lega í aflétt­ing­ar inn­an­lands og á landa­mær­um á næst­unni.

Sam­komutak­mark­an­ir frá og með 28. ág­úst til 17. sept­em­ber

  • Áfram verð­ur mið­að við 200 manna fjölda­tak­mark­an­ir, 1 metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un og al­menna grímu­skyldu.
  • Sund- og bað­stað­ir; heim­ilt að opna fyr­ir leyfð­an há­marks­fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi.
  • Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar; heim­ilt að opna fyr­ir leyfð­an há­marks­fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi.
  • Íþrótt­ir: Ið­k­end­ur mega vera 200 manns á íþróttaæf­ing­um og -keppn­um.
  • Eins metra regla fell­ur nið­ur með­al áhorf­enda á íþrótta­við­burð­um og í sviðslist­um.
  • Veit­inga­sala heim­iluð í hlé­um á íþrótta­við­burð­um og sviðslist­um.
  • Heim­ild fyr­ir 200 manns í sviðslist­um, bæði á æf­ing­um og sýn­ing­um.
  • Eins metra regla fell­ur nið­ur við at­hafn­ir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.
  • Söfn; heim­ilt að taka á móti leyfi­leg­um há­marks­fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi að gættri 1 metra reglu.
  • Veit­inga­stað­ir; heim­ilt að taka á móti 200 gest­um í rými. Gest­ir skulu skráð­ir í sæti í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerð­ar.
  • Skrán­ing­ar­skylda: Á öll­um við­burð­um verð­ur skylt að skrá gesti í sæti, líkt og á veit­inga­stöð­um, í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerð­ar. Skrán­ing­ar­skyld­an á einn­ig við um einka­sam­kvæmi sem hald­in eru á veit­inga­stöð­um eða við­líka stöð­um þar sem áfeng­isveit­ing­ar eru heim­il­ar.

Hrað­próf og fjöl­menn­ir við­burð­ir – gild­istaka 3. sept­em­ber

Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til að tekin verði upp notk­un hrað­prófa í tengsl­um við fjöl­menna við­burði en mæl­ir ekki með notk­un sjálfs­prófa þar sem þau séu ekki nógu ná­kvæm. Unn­ið verð­ur að út­færslu á til­lög­um sótt­varna­lækn­is á næstu dög­um mið­að við að hægt verði að hafa 500 manns í hólfi á sitj­andi við­burð­um og eng­in fjar­lægð­ar­mörk mið­að við notk­un hrað­prófa. Sú út­færsla verð­ur unn­in í nánu sam­ráði við þau sem standa fyr­ir stór­um við­burð­um. Ákvæði nýrr­ar reglu­gerð­ar um tak­mark­an­ir á sam­kom­um sem snýr að notk­un hrað­prófa á við­burð­um tek­ur gildi 3. sept­em­ber og verð­ur þá kynnt sér­stak­lega.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00