Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. september 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti nýj­ar til­slak­an­ir á sótt­varn­ar­ráð­stöf­un­um á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un, en þær eru í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varn­ar­lækn­is.

Reglu­gerð þessa efn­is tek­ur gildi 15. sept­em­ber og gild­ir til 6. októ­ber.

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða aukn­ar í 500 manns og á hrað­prófs­við­burð­um verð­ur unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hrað­prófs­við­burð­um verð­ur nú unnt að hafa stand­andi gesti enda gæti þeir að 1 metra reglu en beri ella grímu. Ekki þarf að við­hafa 1 metra fjar­lægð eða bera grímu með­an set­ið er á hrað­prófs­við­burð­um. Regl­ur um 1 metra ná­lægð­ar­mörk og grímu­skyldu verða að öðru leyti óbreytt­ar. Þá verð­ur sér­stök heim­ild til að halda skemmt­an­ir fyr­ir grunn- og fram­halds­skóla­nem­end­ur án ná­lægða­tak­mörk­un­ar eða grímu­skyldu fyr­ir allt að 1.500 manns.

Opn­un­ar­tími veit­inga­staða verð­ur einn­ig lengd­ur um klukku­st­und.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is kem­ur með­al ann­ars fram að frá 30. júlí sl. þeg­ar nú­ver­andi bylgja náði há­marki hafi far­ald­ur­inn ver­ið á hægri nið­ur­leið og síð­ustu daga hafi fáir þurft að leggjast inn á sjúkra­hús. Þann­ig er ástand­ið á Land­spít­al­an­um vegna COVID-19 ekki eins al­var­legt nú og fyrr í þess­ari bylgju. Ástæð­an fyr­ir batn­andi ástandi eru marg­ar og þær helst­ar, að tak­mark­an­ir inn­an­lands hafa ver­ið við­hafð­ar, beitt hef­ur ver­ið smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angr­un eins og áður, hert hef­ur ver­ið á skimun­um á landa­mær­un­um og auk þess hef­ur geng­ið vel að bólu­setja börn og ung­linga og við­kvæm­ir hóp­ar hafa feng­ið þriðja skammt bólu­efn­is. Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is kem­ur jafn­framt fram að í ljósi þeirr­ar reynslu sem fékkst í lok júní 2021 af aflétt­ing­um allra tak­mark­ana inn­an­lands tel­ur hann rétt að fara hægt í til­slak­an­ir á næst­unni.

Breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um frá og með 15. sept­em­ber til 6. októ­ber

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 500 manns. Börn fædd 2006 og síð­ar verða nú und­an­þeg­in fjölda­tak­mörk­un­um og telja því ekki í há­marks­fjölda.
  • Há­marks­fjöldi á hrað­prófs­við­burð­um verð­ur 1.500 manns
  • Hrað­prófs­við­burð­ir geta ver­ið stand­andi með 1 metra reglu (gríma ef 1 metra verð­ur ekki við­kom­ið)
  • Séu þeir sitj­andi þarf ekki að við­hafa 1 metra og ekki hafa grímu.
  • Áfram verð­ur skylt að halda skrá yfir gesti en ekki skrá í sæti.
  • Ná­lægð­ar­tak­mörk­un verð­ur al­mennt óbreytt 1 metri nema á sitj­andi við­burð­um og á skóla­skemmt­un­um.
  • Grímu­skylda verð­ur að mestu óbreytt, þ.e. hafa þarf grímu inn­an­dyra þeg­ar ekki er unnt að við­hafa 1 metra fjar­lægð.
  • Veit­inga­stað­ir, þar sem heim­il­að­ar eru áfeng­isveit­ing­ar, geta haft opið klukku­st­und leng­ur, til kl. 00.00 og tæma þarf stað­ina fyr­ir kl. 01.00.
  • Grunn- og fram­halds­skól­um verð­ur gert heim­ilt að halda sam­kom­ur fyr­ir nem­end­ur fyr­ir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir fram­vísi nei­kvæðu hrað­prófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gam­alt. Ekki verð­ur gerð krafa um ná­lægða­tak­mörk eða grímu­skyldu, en skylt verð­ur að skrá gesti.

Auk­ið að­gengi að hrað­próf­um

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti jafn­framt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar áform um að gera hrað­próf vegna Covid-19 enn að­gengi­legri með það að mark­miði að boð­ið verði upp á þau á fleiri stöð­um en nú er. Til að ná því mark­miði hratt er stefnt að því að hefja kostn­að­ar­þátt­töku vegna hrað­prófa sem tekin eru hjá einka­að­il­um að sama marki og hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og op­in­ber­um heil­brigð­is­stofn­un­um. Einka­að­il­um verð­ur jafn­framt veitt­ur að­gang­ur að vott­orða­kerfi sótt­varna­lækn­is þann­ig þeir geti gef­ið út sömu stöðl­uðu vott­orð­in eft­ir sýna­töku. Stefnt er það því að reglu­gerð þessa efn­is verði birt á næstu dög­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00