Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2021

Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 10 í 20 manns, hægt verð­ur að hefja íþrótt­ast­arf, sund og heilsurækt með tak­mörk­un­um, sviðslist­ir einn­ig og skíða­svæð­in geta opn­að á ný.

Í skól­um breyt­ast ná­lægð­ar­mörk á öll­um skóla­stig­um úr 2 metr­um í 1 og leik- og grunn­skóla­börn­um verð­ur heim­ilt að stunda skipu­lagt íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stund­ast­arf á ný. Þetta er meg­in­inn­tak til­slak­ana á sótt­varn­a­regl­um sem heil­brigð­is­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag og eru í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Reglu­gerð­ir um breyt­ing­arn­ar eru í vinnslu og verða birt­ar síð­ar í dag. Gert er ráð fyr­ir að þær gildi í 3 vik­ur.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is kem­ur fram að frá því að að­gerð­ir á landa­mær­um voru hert­ar síð­ast, m.a. með kröfu um sýna­töku hjá börn­um og ferða­mönn­um með vott­orð um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu og auknu eft­ir­liti með þeim sem dveljast í sótt­kví eða ein­angr­un, hafi dag­leg­um smit­um fækkað. Þann­ig hafi tek­ist að koma í veg fyr­ir stærri hóp­sýk­ingu eða út­breiðslu smita. Sótt­varna­lækn­ir bend­ir þó á að ekki hafi tek­ist að upp­ræta veiruna úr sam­fé­lag­inu. Áfram þurfi að við­hafa fyllstu að­gát vegna mik­ill­ar út­breiðslu í ná­læg­um lönd­um og nýrra af­brigða veirunn­ar. Ýtr­asta var­kárni á landa­mær­un­um sé lyk­ill­inn á til­slök­un­um inn­an­lands.

Stað­an á sjúkra­hús­um er góð, að­eins einn sjúk­ling­ur er inniliggj­andi með COVID-19 og búið er að bólu­setja langt yfir 90% þeirra sem eru 70 ára og eldri líkt og sótt­varna­lækn­ir bend­ir á en hann legg­ur þó áherslu á að fara beri hægt í að aflétta tak­mörk­un­um með­an ver­ið sá að ná góð­um tök­um á smit­um á landa­mær­um og fjölga í hópi bólu­settra.

Helstu breyt­ing­ar á al­menn­um sam­komutak­mörk­un­um:

Í meg­in­at­rið­um verð­ur um sam­bæri­leg­ar tak­mark­an­ir að ræða á sam­kom­um og giltu frá 5. fe­brú­ar síð­ast­liðn­um. Minnt er á mik­il­vægi þess að fólk gæti vel að sótt­vörn­um og fylgi regl­um.

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns.
  • Sund- og bað­stöð­um og heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um heim­ilt að opna fyr­ir 50% af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta, auk ann­arra skil­yrða.
  • Íþróttaæf­ing­ar og -keppn­ir barna og full­orð­inna með og án snert­inga í öll­um íþrótt­um heim­il­ar, án áhorf­enda. Há­marks­fjöldi full­orð­inna verð­ur 50 manns en fjöldi barna fer eft­ir sömu tak­mörk­un­um og í skólastarfi.
  • Skíða­svæð­um heim­ilt að taka á móti 50% af há­marks­fjölda mót­töku­getu hvers svæð­is.
  • Svið­list­ir, þar með tal­ið kór­ast­arf, heim­il­ar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitj­andi gest­um í hverju hólfi, auk ann­arra skil­yrða.
  • Há­marks­fjöldi við at­hafn­ir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga áfram 30 manns en fjölg­ar í 100 manns við út­far­ir.
  • Öll­um versl­un­um heim­ilt að taka á móti 5 við­skipta­vin­um á hverja 10 m², þó að há­marki 100 manns, auk 20 starfs­manna í sama rými og við­skipta­vin­ir.
  • Skemmti­stöð­um, krám, spila­söl­um og spila­köss­um heim­ilt að hafa opið með sömu skil­yrð­um og veit­inga­stöð­um þar sem heim­il­að­ar eru áfeng­isveit­ing­ar.
  • Verk­legt öku­nám og flugnám með kenn­ara heim­ilt.

Breyt­ing­ar í skólastarfi:

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið vinn­ur að gerð nýrr­ar reglu­gerð­ar um tak­mörk­un á skólastarfi frá 15. apríl í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Í meg­in­at­rið­um verða gild­andi regl­ur óbreytt­ar nema hvað ná­lægð­ar­mörk verða 1 metri í stað 2 og leik- og grunn­skóla­börn­um verð­ur heim­ilt að stunda íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stund­ast­arf.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00