Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2021

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið kynn­ir áætlun um aflétt­ingu inn­an­land­stak­mark­ana vegna Covid-19 í áföng­um með hlið­sjón af fram­gangi bólu­setn­ing­ar.

Áætlað er að aflétta megi öll­um inn­an­land­stak­mörk­un­um síð­ari hlut­ann í júní þeg­ar um 75% þjóð­ar­inn­ar hafi feng­ið a.m.k. einn bólu­efna­skammt. Áætl­un­in verð­ur birt til um­sagn­ar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og lýk­ur um­sagn­ar­fresti 4. maí nk.

Aflétt­ingaráætl­un­in er í fjór­um skref­um og tek­ur mið af fram­gangi bólu­setn­ing­ar. Áætl­un­in er sett fram með hlið­sjón af því hve hratt geng­ur að bólu­setja lands­menn og er jafn­framt birt með fyr­ir­vara um mat sótt­varna­lækn­is á að­stæð­um og stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma.

Fyrsta skref aflétt­ing­ar hef­ur þeg­ar ver­ið tek­ið með til­slök­un­um á sam­komutak­mörk­un­um og í skólastarfi sem tóku gildi 15. apríl síð­ast­lið­inn. Þá voru fjölda­tak­mörk aukin úr 10 í 20 manns, opn­að var fyr­ir starf­semi sund­lauga, lík­ams­rækt­ar­stöðva o.fl. með tak­mörk­un­um, hægt var að hefja sviðslist­ast­arf á ný og sitt­hvað fleira.

Fyrri hluti maí: Fleiri megi koma sam­an

Áætlað er að snemma í maí verði unnt að stíga ann­að skref til rýmk­un­ar á inn­an­land­stak­mörk­un­um þeg­ar a.m.k. 35% lands­manna hafa feng­ið bólu­setn­ingu. Gert er ráð fyr­ir að hægt verði að hækka fjölda­tak­mark­an­ir og er mið­að við mörk á bil­inu 20 – 200 manns. Einn­ig er gert ráð fyr­ir rýmri und­an­þágu frá ná­lægð­ar­reglu og fjölda­tak­mörk­un fyr­ir til­tekna starf­semi.

Síð­ari hluti maí: Ná­lægð­ar­mörk verða 1 metri og fjölda­tak­mörk rýmk­uð enn frek­ar

Síð­ari hlut­ann í maí er gert ráð fyr­ir að am.k. 50% lands­manna hafi feng­ið bólu­setn­ingu og að bólu­setn­ing ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma sé komin vel á veg. Þá verði unnt að rýmka fjölda­tak­mark­an­ir til muna, sem verði ein­hvers stað­ar á bil­inu 100 til 1.000 manns. Sam­hliða verði ná­lægð­ar­mörk færð úr tveim­ur metr­um í einn.

Síð­ari hluti júní: Öll­um tak­mörk­un­um aflétt inn­an­lands

Gert er ráð fyr­ir að aflétta megi öll­um tak­mörk­un­um inn­an­lands seinni hlut­ann í júní. Á þeim tíma er gert ráð fyr­ir að búið verði að bólu­setja um 75% lands­manna að minnsta kosti einu sinni.

For­send­ur aflétt­ingaráætl­un­ar­inn­ar eru ann­ars veg­ar fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir um af­hend­ing­ar bólu­efna ásamt mark­mið­um samn­inga um af­hend­ingu og hins veg­ar bólu­setn­ingaráætlun embætt­is land­lækn­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00