Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. október 2021

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur fall­ist á til­lögu sótt­varna­lækn­is um að fram­lengja gild­andi sótt­varna­ráð­staf­an­ir inn­an­lands vegna far­ald­urs Covid-19.

Reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra þess efn­is hef­ur ver­ið send Stjórn­ar­tíð­ind­um til birt­ing­ar og gild­ir hún til og með 20. októ­ber næst­kom­andi.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigð­is­ráð­herra er þró­un far­ald­urs­ins rakin frá því að öll­um op­in­ber­um sótt­varna­að­gerð­um hér á landi var aflétt 26. júní síð­ast­lið­inn og slakað á sýna­tök­um hjá far­þeg­um á landa­mær­un­um. Sótt­varna­lækn­ir bend­ir á að þess­ar til­slak­an­ir hafi ver­ið gerð­ar í ljósi þess að smit inn­an­lands voru fá­tíð og um 70% þjóð­ar­inn­ar full­bólu­sett. Tveim­ur til þrem­ur vik­um eft­ir aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða hafi smit­um inn­an­lands tek­ið að fjölga, fjölg­un hafi orð­ið á inn­lögn­um á Land­spít­ala og al­var­leg veik­indi auk­ist. Í þess­ari bylgju hafi smit og al­var­leg veik­indi ver­ið al­geng­ari en áður hjá óbólu­sett­um börn­um og tvö al­var­lega veik börn lagst inn á sjúkra­hús.

Eins og sótt­varna­lækn­ir rek­ur voru að­gerð­ir inn­an­lands og á landa­mær­um hert­ar í kjöl­far fjölg­un­ar smita og í kjöl­far­ið fækkað þeim og eru nú um 20-60 á dag, breyti­legt eft­ir dag­leg­um fjölda tek­inna sýna. Hann vís­ar til marg­vís­legra til­slak­ana hjá öðr­um þjóð­um þar sem breyti­legt er hvort þær hafi leitt til auk­inn­ar út­breiðslu. Þá spái sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) og al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in (WHO) auk­inni út­breiðslu í byrj­un vetr­ar og hafi hvatt þjóð­ir til að við­hafa áfram nauð­syn­leg­ar sótt­varn­ir, þar á með­al fjölda­tak­mark­an­ir, nánd­ar­reglu og notk­un­ar and­lits­grímu við skil­greinda við­burði. „Í ljósi þró­un­ar far­ald­urs­ins er­lend­is og reynsl­unn­ar hér­lend­is af fullri aflétt­ingu tak­mark­ana þá tel ég var­huga­vert að slaka meira á þeim sótt­varna­að­gerð­um inn­an­lands en þeim sem nú eru í gildi“ seg­ir í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is.

Eins og fram kem­ur í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is legg­ur hann til að óbreytt­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands verði fram­lengd­ar í a.m.k. einn mán­uð. Ráð­herra fellst á fram­leng­ingu en tel­ur rétt að sú ákvörð­un verði end­ur­skoð­uð eft­ir hálf­an mán­uð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00