Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. janúar 2021

Fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns, heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um verð­ur gert kleift að hefja starf­semi á ný en með ströng­um skil­yrð­um og skíða­svæð­un­um sömu­leið­is.

Íþrótt­ast­arf barna og full­orð­inna verð­ur heim­ilað að upp­fyllt­um skil­yrð­um og sömu­leið­is íþrótta­keppn­ir án áhorf­enda. Fjölda­mörk í sviðslist­um verða aukin þann­ig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 full­orðn­ir og 100 börn. Sama gild­ir um aðra menn­ing­ar­við­burði. Þetta er meg­in­efni breyttra reglna um sam­komutak­mark­an­ir sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is og kynnt­ar voru á fundi rík­is­stjórn­ar í dag. Áform­að­ar breyt­ing­arn­ar taka gildi 13. janú­ar og gilda til 17. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til þess­ar til­slak­an­ir þar sem vel hafi geng­ið að sporna gegn út­breiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bend­ir á að víða er­lend­is sé far­ald­ur­inn í mik­illi upp­sveiflu, með­al ann­ars vegna nýs af­brigð­is veirunn­ar sem til þessa hafi ekki náðst að breið­ast út hér­lend­is. Sótt­varna­lækn­ir set­ur til­lög­ur sín­ar því fram með fyr­ir­vara um að þró­un far­ald­urs­ins snú­ist ekki á verri veg.

Helstu breyt­ing­ar eru þess­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir verða 20 manns.
  • Versl­an­ir: Regl­ur verða óbreytt­ar frá því sem nú er.
  • Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar: Starf­semi verð­ur heim­il með ströng­um skil­yrð­um. Fjöldi gesta má að há­marki vera helm­ing­ur þess sem kveð­ið er á um í starfs­leyfi, eða helm­ing­ur þess sem bún­ings­að­staða ger­ir ráð fyr­ir ef gesta­fjölda er ekki get­ið í starfs­leyfi. Ein­ung­is er leyfi­legt að halda skipu­lagða hóp­tíma þar sem há­marks­fjöldi í hverj­um hópi eru 20 manns og gest­ir í hvern tíma skráð­ir. Bún­ings­klef­ar skulu vera lok­að­ir. Börn fædd 2005 og síð­ar eru ekki talin með í gesta­fjölda. Sótt­varna­lækn­ir mun setja fram ýt­ar­leg­ar leið­bein­ing­ar um sótt­varn­ir á heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um.
  • Íþróttaæf­ing­ar: Íþróttaæf­ing­ar barna og full­orð­inna verða heim­il­ar með og án snert­ing­ar inn­an- og ut­an­dyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.
  • Íþrótta­keppn­ir: Íþrótta­keppn­ir barna og full­orð­inna verða heim­il­ar en án áhorf­enda.
  • Skíða­svæði: Skíða­svæð­um verð­ur heim­ilt að hafa opið með tak­mörk­un­um sam­kvæmt reglu 4 í út­gefn­um regl­um skíða­svæð­anna í land­inu. Í skíða­lyft­um skal tryggt að þeir sem eru ein­ir á ferð þurfi ekki að deila lyftu­stól með öðr­um, halda skal tveggja metra ná­lægð­ar­mörk og sömu regl­ur gilda um grímu­notk­un og ann­ars stað­ar.
  • Sviðslist­ir, bíó­sýn­ing­ar og að­r­ir menn­ing­ar­við­burð­ir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æf­ing­um og sýn­ing­um. And­lits­grím­ur skulu not­að­ar eins og kost­ur er og tveggja metra ná­lægð­ar­tak­mörk­un virt eft­ir föng­um. Sitj­andi gest­ir í sal mega vera allt að 100 full­orðn­ir og 100 börn fædd 2005 og síð­ar. Gest­ir skulu sitja í sæt­um sem skráð eru á nafn og full­orðn­ir eiga að bera grímu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00