Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. október 2021

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur lok­ið end­ur­skoð­un á regl­um um sótt­kví og ein­angr­un vegna Covid-19.

Er nið­ur­stað­an sú að stytta megi ein­angr­un smit­aðra og sótt­kví þeirra sem hafa ver­ið út­sett­ir fyr­ir Covid, án þess að auka hættu á út­breiðslu veirunn­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur gert breyt­ingu á reglu­gerð nr. 1100/2021 þessa efn­is, í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Að upp­fyllt­um skil­yrð­um get­ur tími í ein­angr­un orð­ið skemmst­ur sjö dag­ar. Al­menn krafa um dvöl í sótt­kví stytt­ist úr sjö dög­um í fimm, að því gefnu að henni ljúki með nei­kvæðri nið­ur­stöðu úr PCR prófi. Ef ein­stak­ling­ur und­ir­gengst ekki PCR próf til að ljúka sótt­kví þarf hann að sæta henni í 14 daga.

Reglu­gerð­in tek­ur gildi frá og með 29. októ­ber og taka breytt­ar regl­ur einn­ig til þeirra sem þeg­ar eru í sótt­kví eða ein­angr­un.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00