Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. janúar 2022

Ein­stak­ling­um sem eru út­sett­ir fyr­ir Covid-19 smiti utan heim­il­is eða dval­ar­stað­ar síns verð­ur ekki leng­ur skylt að fara í sótt­kví en þurfa þess í stað að við­hafa smit­gát.

Sótt­kví verð­ur áfram beitt gagn­vart þeim sem hafa ver­ið út­sett­ir fyr­ir smiti inn­an heim­il­is eða dval­ar­stað­ar en þrí­bólu­sett­ir sem út­sett­ir eru á heim­ili geta ver­ið í smit­gát sem lýk­ur með sýna­töku. Börn á leik- og grunn­skóla­aldri verða enn frem­ur und­an­þeg­in smit­gát. Breyt­ing­arn­ar taka gildi á mið­nætti.

Breyt­ing­ar á regl­um um sótt­kví eru gerð­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Í minn­is­blaði hans til heil­brigð­is­ráð­herra kem­ur fram að ómíkron-af­brigði kór­óna­veirunn­ar sé uppistað­an í þeim mikla fjölda smita sem nú grein­ast eða í rúm­lega 90% til­vika, en delta-af­brigð­ið í tæp­lega 10%. Þann­ig sé far­ald­ur­inn nú um margt frá­brugð­inn því sem ver­ið hef­ur en ómíkron-af­brigð­ið er mun meira smit­andi en delta-af­brigð­ið, veld­ur sjaldn­ar al­var­leg­um veik­ind­um og slepp­ur frek­ar und­an vernd bólu­efna og fyrri smita.

Þá kem­ur fram í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is að nú­ver­andi regl­ur um sótt­kví og ein­angr­un hafi vald­ið mikl­um fjar­vist­um í skól­um og á vinnu­mark­aði með til­heyr­andi trufl­un­um. Mörg börn hafi end­ur­tek­ið þurft að vera í sótt­kví og hafi sé­fræð­ing­ar í vel­ferð barna bent á að slíkt geti haft nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar. Því sé lagt til að börn á leik- og grunn­skóla­aldri þurfi ekki að fara í smit­gát eða sótt­kví nema þau hafi dval­ið eða dvel með ein­stak­ling í ein­angr­un.

Hinn 24. janú­ar síð­ast­lið­inn voru rúm­lega 11 þús­und manns í ein­angr­un, þar af rúm­lega 4 þús­und börn. Jafn­framt voru tæp­lega 14 þús­und manns í sótt­kví og þar af um 6.900 börn en stór hluti full­orð­inna sem skráð­ur er í sótt­kví er þrí­bólu­sett­ur og hef­ur því getað mætt til vinnu.

Með þeirri breyt­ingu sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið verð­ur sótt­kví og smit­gát með eft­ir­far­andi hætti:

Sótt­kví verð­ur fyr­ir þá sem eru út­sett­ir á heim­ili.

  • Skil­yrði sótt­kví­ar verða óbreytt, þ.e. að­skiln­að­ur frá öðr­um í fimm daga og PCR-próf til að losna.
  • Ef ekki er við­hafð­ur full­ur að­skiln­að­ur frá smit­uð­um á heim­ili lýk­ur sótt­kví með PCR-prófi degi eft­ir að sá smit­aði út­skrif­ast, eins og ver­ið hef­ur.
  • Þrí­bólu­sett­ir (smit tel­ur sem ein bólu­setn­ing) á heim­ili fara þó í smit­gát í stað sótt­kví­ar, sbr. að neð­an, sem lýk­ur með PCR-prófi á fimmta degi.

Smit­gát verð­ur fyr­ir þá sem eru út­sett­ir utan heim­il­is.

  • Í smit­gát skal við­kom­andi bera grímu í marg­menni og þeg­ar ekki verð­ur hægt að við­hafa tveggja metra nánd­ar­reglu, úti sem inni. Forð­ast skal mann­marga staði og sleppa um­gengni við við­kvæma ein­stak­linga.
  • Smit­gát þarf að við­hafa í fimm daga og ekki þarf sýna­töku til að losna, sbr. þó þrí­bólu­setta sem eru út­sett­ir á heim­ili.
  • Börn á leik- og grunn­skóla­aldri eru und­an­þeg­in smit­gát í þess­um til­fell­um en þurfa að vera í sótt­kví ef smit er á heim­ili.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00